Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Qupperneq 18
Tímarit Máls og menningar
við getum. Og með þeim töluðu orðum varpaði hann í rauninni öilum skyld-
um af herðum brezku stjórnarinnar. í annan stað kvað hann það alls ekki
skyldu ríkisstj órnarinnar að sjá þessu fólki fyrir ódýrum matvælum í stað
kartöflunnar né heldur að afstýra því verðlagi á mat, er stafaði af sultinum.
Hið eina sem við getum gert, sagði hann, er að koma á réttlátri dreifingu
þeirra matvæla, sem til eru í landinu svo að menn á öllu írlandi megi eiga
kost á að kaupa sér mat á því verðlagi, sem er í gildi hverju sinni, en bætti
um leið við: að svo miklu leyti, sem þeir hafa ráð á því. Þeir sem væru bjarg-
arlausir yrðu að leita til hknarverka.
Atvinnuhótanefndir og hallærisnefndir á Irlandi voru þegar á haustmán-
uðrnn ófærar að sinna beiðnum alls þess fólks, sem leitaði á náðir þeirra.
Þetta uppflosnaða fólk, kotbændur og vinnumenn, voru líkari soltnum úlfum
en mönnum, að því er stendur í skýrslum nefndanna, kröfðust hjálpar eða
vinnu án refja, og margir þeirra er störfuðu í nefndunum lýstu því yfir, að
þeir óttuðust um hf sitt og eignir. Margir þessara förumanna, sem sultur og
sóttir höfðu hrakið frá búslóð sinni, voru vopnaðir skóflum og öxum, og
það varð nú æ algengara, að menn fengust ekki til að gegna störfum gjald-
kera hjá nefndum atvinnubóta og hallærishjálpar, fyrir þá sök að þeir þótt-
ust ekki óhultir um líf sitt frammi fyrir hinum örvinglaða lýð, sem þeir áttu
að sjá farborða og höfðu í rauninni engin tök á að sinna frumstæðustu hfs-
þörfum þessa fólks, hvorki að því er varðaði fé né vinnu.
Ofan á sinnuleysi og vanmátt brezku ríkisstj órnarinnar bættist nú einn
harðasti vetur, er menn mundu. írland er frægt af sínu milda og hlýja lofts-
lagi. Svo geta liðið mörg ár, að snjó festir þar ekki á jörð. En nú var eins
og þau völd, sem stjórna veðri og vindum, hafi lagzt á eitt um að auka á
eymd íra. Snjó tók að kyngja niður þegar í nóvember 1846 og í kjölfarið
fylgdu linnulaus frost, kaldir vindar blésu úr austri, þótt vestanvindurinn sé
algengastur á írlandi, og ekki kaldur. Raunar gætti þessa ómilda veðurfars
um alla Evrópu veturinn 1846-1847, en fáum þjóðum varð það eins skeinu-
hætt og írum. Þeir voru vanir því að dvelja innanhúss um vetur þegar kart-
öfluuppskeran var komin í garð, en nú urðu þeir að stunda atvinnubótavinnu
í hvaða veðri sem var, lítt haldnir að klæðum. Og svo bættist sulturinn við.
í skýrslum atvinnuhótanefndanna er æ oftar frá því skýrt, að verkamenn hafi
orðið örmagna í stjórnargrjótinu og ekki þolað voshúðina. Og jafnan fjölg-
aði þeim, sem urðu að stunda þessa vinnu. I september 1846 voru þeir rúm-
lega 30 þúsund, í október 150.000, í nóvember 285.000. Rúmlega 4000
umsjónarmenn áttu að sjá þessu fólki fyrir vinnu, skipa því fyrir verkum,
160