Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Síða 31
Úr dagbók
5
Himinninn er ríkur aí mildi og dögg.
Það er orðið töluvert um laxabókmenntir á lslandi. Eg hef ekkert lesið af
þeim, en mér er sagt af vini mínum sem er gáfaður, að þær sé ekki vert að
hunza.
Þegar ég var strákur, þá lá ég oft og tíðum úti í skut einhvers árabátsins
og dorgaði fyrir varasíli. Það var ofsalega skemmtilegur leikur. Nú kenni
ég í brjósti um þessa litlu fiska sem syntu svo fallega við bátahleinarnar
heima, í stilltum sjónum, og áttu sér einskis ills von, en fundu það gegnum
roðið á sér, hversu gaman var að lifa.
Þessi síli voru steikt á pönnu þegar þau voru dauð og þóttu lostæti. - Kann-
ski er það ómannúðlegt að veiða fisk, en hvað er þá mannúðlegt til fæðu-
öflunar ofan í þennan ægilega mólok, manninn? Nei það er heimskulegt að
vera svona viðkvæmur. - Aldrei var Leifur heppni viðkvæmur. - Þessi saga
um hann, að hann hafi fundið Ameriku, gæti ég bezt trúað að væri öllsömul
lýgi. Ég gæti bezt trúað að hann hafi verið nokkuð glúrinn selaskutlari og
einhverju sinni hafi hann villzt í þoku og lent við ókunnugt sker, síðan hafi
hann farið að gorta af því lieima að hann hafi fundið nýtt látur og skáld
heimilisins logið upp allri sögunni um landafundinn henni Þjóðhildi gömlu
til skemmtunar í einhverju rökkrinu heima, og síðan hafi hún fengið vængi
í meðförum einhvers skáldsins og þá helzt fjósamannsins og orðið að frægð-
arsögu. - Fjósamenn eru yfirleitt góð skáld af því það er svo notalegur ylur-
inn af kúnum. — Og hver var það svo sem skrifaði hana Njálu? — Ætli það
hafi ekki verið fjósamaðurinn hans Snorra í Reykholti. — Það þarf ekki ævin-
lega mikið til að smíða listaverk.
6
Ekki er slakur á honum svipurinn blessuðum.
Ég sé hann að vísu aðeins út um gluggann, því klukkan er bara sex að
morgni til. Óguðlegur fótaferðartími. Himinninn er að vísu skýjaður nokkuð
og sámleitur, en þetla er góður himinn og æðrulaus. Og það fljúga tvær
stokkendur úti fyrir glugganum mínmn. Hvers vegna skyldi maður aldrei
sjá hinar endurnar hér uppi á túnum, eins og til dæmis hávelluna? Oskup
eru þær einhvern veginn óþjóðlegar hinar endurnar. Ætli þær séu aðals-
bornar skrattarnir á þeim. - Þær eru að ýmsu leyti skemmtilegri á að sjá en
stokköndin.
173