Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 32
Tímarit Máls og menningar
Einn arkandi stafkall úti í þúfum. - Mikið var. - Guði sé lof. - Kominn
á fætur. - Það eru ekki ailir dauðir í veröldinni meðan einn stafkail stendur
úti í þúfum og horfir á endurnar fljúga.
7
Hér fyrir sunnan er sólin að setjast bak við Jökulinn. - Fyrir vestan sezt
hún bak við Skor. Og þó er þetta sama sólin. Það logar út frá henni á alla
vegu eins og eldheit bæn til skaparans að gefa allri skepnu góðan dag á
morgun.
Ég hef fylgt henni spönn fyrir spönn, tekið þátt í gleði hennar og harmi
síðan snemma í morgun. - Ég hef fylgt henni frá upphafi til enda. Séð hana
sóa geislum sinum yfir menn og dýr og urtir, alltaf jafn hlýtt og hæversk-
lega, og þó ofbýður mér á stundum hversu mjög hún elskar þennan ægilega
skríl, mennina, enda hef ég lika séð hana hylja sig svörtu skýi.
Við eitrum loftið svo ekki er hægt að anda nema í gegnum grímur, enda
ganga allir með grímur nema börnin og sauðféð. - Þess vegna er bóndinn
æðsta skepna jarðarinnar, að hann umgengst sauðfé og er hættur að stela
því frá hinum köllunum nema í brýnustu nauðsyn. - Fiskimaðurinn gengur
næst bóndanum í mannást, nema hvað hann hefur ekki bætt ráð sitt á breið-
um vegi þjófsins. - Afgangurinn er óverður orða. - En sólin elskar þetta
allt saman á jafn kurteisan hátt. - Skrýtið.
Væri annars ekki betra að hafa tunglskinið eitt tímana tvo: — Breyta
fólkinu í huldufólk og gróðrinum í eilífðar smáblóm? - En þá eru það
fuglarnir. - Já, þá eru það fuglarnir. Ekki vildi ég breyta fuglunum. - Nei,
líklega er bezt að hafa þetta eins og það er. - Drottinn með stórum staf veit
hvað hann syngur.
Nú er sólin setzt bak við Skorina heima, og eyjarnar mínar orðnar að
kolateikningu engilsins með vængina svörtu, engilsins sem prentaði þær á
strigadúk næturinnar þegar ég var ungur.
8
Ég hef sofið eins og engill, ef þeir þá nokkuru sinni sofa þessi blessuð guðs-
börn. Dagurinn er nývaknaður og óskup fallegur. Hann hefur dreymt frið-
sæla drauma í nótt. Skýin standa kyrr úti undir vegg á húsi guðs og eru að
tala saman. Hvað skulu þau nú vera að spjalla? Ekki þó að bollaleggja um
rosaveður á morgun ætla ég að vona.
174