Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 37
Út dagbók
Eg lét hann lönd og leið, enda var mér svindlað inn í félagið á röngom for-
sendum, ég held mest fyrir tilstuðlan Steins Steinars.
Hvaða hetju ætli þeir hafi nú kosið sér að formanni þetta sinn? Halldóra
B. Björnsson hætlir sennilega, enda húin að sitja efsta tróninn í tvö ár og
það af stakri prýði þó henni liggi lágt rómurinn. - Ég er ekki ennþá farinn
að heyra til hennar og hef þó setið hvern fund óhæfilega langt tímabil, og
hún símasandi eins og öllum formönnum heyrir.
Merkust bóka sem út kom í jólaflóðinu, er ævisaga Steingríms Thorsteins-
sonar, rituð af Hannesi skáldi Péturssyni. - Svo er náttúrlega Sjöstafakverið
hans Halldórs frá Laxnesi. — Slungnar smásögur. - Mikil listaverk. Ég held
til dæmis að Kórvilla á Vestfjörðinn sé einhver ágætasta smásaga sem ég
hef lesið. - Eða þá hann Jón í Brauðhúsum segðu. Hún er nú bara heilt guðs-
spj all.
Ég var að kaupa jólagjafir til að senda vestur í Skáleyjar. - Ég vona bara
ég hafi sent nægilega mikið af átsúkkulaði til þess að allir fái illt í magann. -
Fyrr eru ekki almennileg jól en allir eru lagstir í rúmið fyrir sakir offylli.
Það er snjór yfir alla jörð og jólatrén vöknuð.
17
Os á Borginni í gærkvöld. — Mikil brennivínsdrykkja. - Einhverjir eiga
peninga þó allir séu að drepast úr dýrtíð. Og víst er dýrtíð. Það er drepandi
dýrtíð. Brennivínsdrykkj a er vondur mælikvarði á hagsæld fólks. — Á þeim
tíma er þorri landsmanna var riðandi á fótunum fyrir sakir bj argarleysis,
gátu heil hreppsfélög verið stútfull uppá hvern dag sem drottinn gaf. - Þeir
sem básúnera íslenzka velmegun nú um stundir eru idjót sem býsnast yfir
að fólk skuli hafa ráð á að búa í húsum, í staðinn fyrir að skríða inn í hóla.
Það sat ung stúlka við hliðina á mér í vagninum heim. Hún var ekki bein-
línis falleg frá almennum dyrum séð, en var að hugsa um Jésús Krist. - Sálin
í henni var eins og fljúgandi, hvítur fugl. — Hún var feikilega falleg stúlka.
Það er norðan gola og kuldi og snjór. - Ösin er óskapleg - svo ægileg, að
ég er búinn að fá kláða.
Einhver sagði mér að í jólablaði Þjóðviljans birtist merkilegt og fagurt
ljóð. — Hvílík þó vitleysa. Þetta er hálfkarað rímgutl, stílbrigðadrulluhrær-
ingur sem minnir á pémál krakkanna heima þegar ég var ungur. - Við meg-
um vara okkur á frumleiknum. - Það er aðeins snillingsins að vera frumleg-
ur svo gaman sé að.
179