Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 39
Úr dagbók
Og hún staulaðist til mín upp á gangstéttina, þar sem ég stóð í keng og
sagði: Mikið anzi er hann hvass. - Hefði þetta verið kallmaður, þá hefði ég
að öllum líkindum hölvað hressilega, en þetta var bara lítil og grönn kelling
í peysufötum og sennilega með hugann fullan af hljóðri bæn til guðs, svo ég
reyndi að vera eins kristilegur og mér var unnt.
Já, sagði gamla konan. Mikill helvítis-djöfuls-andskoti. Og rómur hennar
var hár og skýr, meðan vindurinn feykti hverri kellingunni af annarri útum
allar stéttir.
Ætli langamma þessarar gömlu konu hafi ekki einhvern tímann verið há-
seti í Dritvík?
20
Guðs ást og gott veður. - Þannig er dagurinn í dag.
Engin blöð nema Vísir, því það er eins og Kjarval segir:
Simpson kemur viða við
og veldur breyttum högum.
Morgunblaðið kemur ekki út á mánudögum.
Þetta var í þá gömlu, góðu daga, þegar enski prinsinn skaut sig í fallegu
kellingunni, sem sumum finnst nú fremur ljót á mynd, og reisti sér hænsna-
kofa langt í hurtu og gaf skollann í kórónuna — betur við ættum fleiri svo
lítilláta og viðkynnilega menn.
Nei, við eigum engan svo þekkilegan mann. - Allir slást þeir og bítast útaf
öðrum eins kjúklingaskít og ráðherrastólum og tignu nafni í morðingja
heimi.
Mikið skelfilegt hlótneyti er maðurinn.
21
Hvernig stendur annars á þvi, að konur skulu alltaf vera í meirihluta í stræt-
isvögnunum hvert sem ferðinni er heitið? - Við Hlemmtorgið biðu í dag tíu
konur, og í vagninum voru eintómar konur þegar frá eru taldir tveir skjálf-
andi kallar og ein ung stúlka með tunglaklút á höfðinu. Hún sat úti við
einn gluggann, en stóð upp til að hliðra fyrir einni aðkomukonunni, gamalli
og haustlegri og lasinni. - í stólnum við hliðina á þessari stúlku sat annar
gamlingjanna - sennilega afi hennar kominn fast að andláti. - Hann stóð líka
upp og auðvitað í þeirri von, að hann fengi að hafa sætið sitt í friði eftir sem
áður. - En haldiði þá ekki að ein vorgræn jómfrú troði sér í sætið hans. -
181