Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 41
Úr dagbók
kall, ægilega mikill napóleon og drjúgum lánsamari í hópmorðunum en hinn
franski bróðir hans í andanum, en heimsfriðarpólitíkus var hann aldrei. -
Hann var beztur og mestur með sprengjuna á lofti.
23
Nú eru þeir búnir að skammta listamannalaunin sín, og það er ekki frítt við
að þeir séu farnir að skammast sín svolítið. Að minnsta kosti hafa þeir nú
potað Guðmundi Böðvarssyni pínulítið hærra í stigann. - Mér hefur svo
óskup lengi verið það mikil ráðgáta, hvers Guðmundur eigi að gjalda með
því að láta hann húka hafti neðar en Jóhannes úr Kötlum og Tómas Guð-
mundsson. - Allir eru þeir afburða ljóðskáld og á svipuðum aldri og eiga
að líkindum nokkuð svipað marga ólifaða daga framundan. í óritaðri Ijóð-
sögu íslands verða þeir, að minnsta kosti, taldir svona nokkuð jafnir lista-
menn.
Brynjólfur Jóhannesson stóð niðri við biðskýli og kjaftaði við stelpu-
krakka. Þau voru bæði á leið í bæinn. Hann til að gifta sig uppi á senu. Hún
bara til að gifta sig.
Það má enginn vera fullur í húsinu sem ég bý í. - Maðurinn uppi er
taugaveiklaður og heldur að drykkjunni fylgi alltaf hávaði og kannski morð.
- Ég veit ekki hvernig hann hefur fengið þessa flugu í höfuðið. - Ætli hann
hafi einhvern tímann búið hjá geðsjúkum barsmíðahundum? - Ég er svo
aldeilis hissa. - Aldrei er ég háttprúðari en þegar ég er fullur. - Ég ætti eigin-
lega að vera alltaf fullur.
Þessi hávaði víndrekkanna, ætli hann stafi ekki mest af því, að þeir haldi
sig vera kjörna til að frelsa heiminn, sumir með skáldsögu, aðrir með versa-
gerð, málverki, skúlptúr og pólitík? - Þessu er öðruvísi háttað með mig:
aldrei er ég jafn hljóður og þegar ég er orðinn stinnings ruglaður í höfðinu,
þá finnst mér ég alltaf vera sá persónugerði hljóðleiki, sem einn er þess
megnugur að elska mennina, - þessi ofboðslegu skriðkvikindi frammi fyrir
skurðgoði heimsku og lýgi.
24
Það eru tvöhundruð og fimmtiu fífl að halda sjálfum sér veizlu á Borginni í
kvöld. Ég vona bara til guðs, að þau drekki sig ekki öllsömul steindauð. -
Það væri anzi lítið gaman að tvöhundruð steindauðum fíflum.
Guðjón vinur minn hljómsveitarstjóri ræddi við mig um skáldskap. Hann
183