Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Síða 44
Tímarit Máls og menningar
27
Sótti Ofvitann hans Þórbergs niður í Mái og menningu í dag. - Mér finnst
það, vægast sagt, grátt gaman, að gefa út gamlar bækur sem allir eru fyrir
löngu síðan búnir að lesa, gott ef ekki læra, og eiga innbundnar í skraut,
senda gömlum kúnnum þær í pósti og heimta helmingi fleiri jæninga en
greiddir voru í fyrstu.
Séu þessar ágætu bækur gersamlega horfnar af markaðnum, þá er vitan-
lega brýn nauðsyn á að gefa þær út á nýjan leik, - það skilja allir, - því
ungt fólk bíður þeirra sér til sáluhjálpar, en hitt, að senda þær frá sér sem
félagsbækur og tvíselja þær þannig heilum hópi manna af tómu bríararii,
það er ekki guði þóknanlegt - það er glæpamennska.
Mikið vildi ég það yrði leitt i lög á Islandi, að rassskella skuli alla
braskara.
28
Þetta er fyrsti dagur sjónvarpsins okkar. Hvernig ætli þeim takist til? - 0
sjálfsagt vel.
Það er þræsings vindur, - austan.
Hér við götuna er allt fullt af trjágróðri og þröstum. - Guð hefur ábyggi-
lega verið í sólskinsskapi þegar hann skapaði þröstinn, hins vegar með dá-
litla ólund þegar hann bjó til hænsnið.
Þeir fljúga lágt þrestimir og syngja alltaf sömu vísuna og sama lagið -
eða svo heyrist mér, en mig vantar nú reyndar bæði rímeyra og músikeyra,
svo þetta er kannski ekki ábyggilegt hjá mér. - Hitt er gróin vissa, að söngur
þeirra eldist aldrei. Þeir syngja um sólskinið og reyniberin. - Þorsteinn
gerði þá fræga í Ijóðmáli. - Óskup var það fallegt af honum, og óskup á
Þórsmörk mikið að þakka þessu brjóstabarni vanheilsunnar með snillings-
hjartað.
Hér við götuna býr draugur sem er orðinn svo máttlítill og gamall, að
hann er hættur að gera sprell. Eða kannski er hann orðinn það vel kristinn
síðan kirkjan var byggð svo að segja uppi í honum, að heldur léti hann
drepa sig en fara á ról þó rökkvi.
Hér við götuna býr líka margt fallegt kvenfólk í strigabuxum.
29
I dag er eindæma hlýviðri. Hlýrri dagar gerast ekki þó að á miðju sumri sé.
- En nú er vetur eins og allir vita. - Ég á hálfpartinn von á að mæta syngj-
186