Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 45
Út dagbók
andi þresti þegar ég kem út. En ég held þeir syngi ekki nema á sumrin -
og er þó ekki viss. — Ég ætla aö hlusta.
Ég hef verið að lesa ævintýrið gríska inn hann Dafnis og hana Klóu í
indælli þýðingu eftir Friðrik einlivem Þórðarson. - Mikið anzi er ég fá-
kunnandi um höfunda minna eigin bókmennta.
Það er með höfundinn eins og höfund Njálu: hann fyrirfinnst enginn. En
hann lætur sér annt um skáldlega fegurð og einfaldleik málfarsins, ef dæma
skal eftir þýðingunni. Ekki er ólíklegt að mörg ævintýraskáld honum yngri,
hafi drjúgum teygað af lind framsögu hans. Sennilegt er, að hér hafi stýrt
penna einhver hámenntaður og ritglaður ofviti á borð við Þórberg Þórðar-
son. Að verulegu leyti finnst mér yfirbragðinu svipa til Odysseifskviðu: tölu-
vert um grátvota ásjónu hugprýðinnar. — Mjög ólíkt okkar norrænu trölla-
grettu með bál í auga.
Veri Mál og menning blessuð fyrir þessa bók. - Teikningarnar eru vel
gerðar, einfaldar í formi og fullar af húmor.
Og hvað er svo að frétta af heimspólitíkinni? Æi, svo sem ekki neitt. -
Hún er ennþá á kafi í hlandforinni sinni. - En er þá hreint ekkert áhuga-
vert í blöðunum? — 0 jújú, o seisei, og þá helzt það að Guðbrandsbihlía
seldist á uppboði hjá okkar ágæta Sigurði Benediktssyni fyrir kr. 61000 niðri
í spelahjalli.
f upphafi kvað þessi bók hafa kostað eina mjólkandi kú og þótt dýrseld,
en þó að okrað kunni að vera með beljuna í dag, þá slagar hún þó for satan
lítið upp í guðsorðið.
Annars er það mjög svo ánægjulegt, að fólk skuli vilja eignast góðar
bækur og alveg sérstaklega gamlar bækur. Við erum elcki aldeilis föðurlands-
lausir á meðan, því eins og allir vita, þá er þjóðina okkar helzt að finna í
bókmenntum.
Nei, guð er ekki alveg búinn að yfirgefa okkur sem hetur fer.
Kötturinn leit inn til mín í dag og söng vísu.
30
Sigurður höfðinginn Nordal var í útvarpinu i kvöld. Það var vist í tilefni
Uppstigningarinnar hans, sem nú er verið að leika í Iðnó.
Ég held helzt, að þessi áttræði snillingur eigi afmælið sitt í kvöld, svo ekki
skal mann furða þó maður fái að heyra rödd hans einusinni enn.
Hann segir einhversstaðar, að þegar hann hóf að skrifa þetta verk, þá hafi
187