Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Síða 46
Timarit Máls og menningar
hann hvorki vitaÖ hvað hann var að fara eða hvert hann ætlaði. - Þetta
finnst mér nú skrýtið þegar um slíkan skáldanda er að ræða sem Nordals er.
Ég hefði betur getað trúað svona orðaleik af vörum misviturs ungskálds en
þegar hann kemur frá penna eins okkar frægasta ridiöfundar. Annars er
það kannski ekki með öllu ómögulegt, hversu gott skáld sem maðurinn er,
að hann lendi í hinni keflavíkinni. - Ég væni að sjálfsögðu ekki manninn
um skrök, en gruna hann hins vegar um skrípalæti.
Nordal segir ennfremur, að ekki beri að heiðra gamla menn, það ætti fyrst
og fremst að skemmta þeim. Aðeins þá ungu ætli að heiðra. — Er ekki dálítil
ýldulykt af svona speki?
Svo var líka í útvarpinu þáttur frá hátíðarhöldum austan frá Hliði hins
himneska friðar. - Mikill hávaði það, og fór allur fram á hænsnamáli. -
Ég skildi ekki orð, sem ekki er heldur von þar eð ég er ekki hænsni.
Guð blessi útvarpið.
31
Við erum á leið austur í Skálholt, Kristín systir mín og ég. Við erum aðeins
tvö í bílnum hennar. Þessum litla, gráa og þægilega bíl, sem bráðum er
orðinn að rusli. - Og það er gott veður, austan kaldi og mikið sólfar. -
Kristín ekur eins og Freyja sjálf sæti með taum katta sinna í höndunum og
kann utanað allt Ijóðmál þjóðarinnar nema atómljóð. Það ágæta ljóðmál
orkar á hana eins og uppsölumeðal. Það er gaman að ferðast með henni þó
hún kunni öngvar leiðir, sem ekki er heldur von þar eð hún er alltaf hálf
uppi í skýjum í faðmlögum við önduð þjóðskáld. - Mér taldist svo til, þegar
við loksins renndum í hlað á Skálholti, að hún hefði staðnæmzt þrjátíu sinn-
um hjá arkandi puðköllum, til að spyrja hvort við værum á réttri leið. Auð-
vitað lá það í augum uppi hverjum höfuðsóttargemlingi, að við vorum á
hinum eina rétta vegi, henni þykir bara svona óskaplega gaman að taka kalla
í ókunnugum sýslum tali. Ég veit ekki hvers vegna. Kannski vegna þess hvað
henni þykir glorían falleg sem ljómar út frá hausnum á þeim. - Ég gruna
hana nefnilega um að vera dáhtið skyggna á þessháttar hluti, og sveita-
hausaglorían er miklu fallegri en niðri i borginni. Fólkið í sveitinni er svo
nálægl himninum og sakleysinu. - I borginni er allt fullt af snuðiríi og synd.
Það er eins og heilög messa að koma í Skálholtskirkju, ekki bara fyrir
sakir leghellna margra ágætra biskupa, sem festar hafa verið innan á veggi
guðshússins af stakri prýði. Ég hef alltaf verið dálítið snokinn fyrir þess-
háttar gamni. - Nei, það voru ekki þessar hellur, og ekki einu sinni stein-
10Q
OU