Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 51
Minningar úr stéttabaráttunni
tækir undirniðri og hlynntir Kommúnistaflokknum, en þorðu ekki að láta
það í Ijósi nema við þá sem þeir treystu vel - voru hræddir inn að fá ennþá
minni vinnu ef þetta spyrðist.
A þessu tímabili man ég best eftir því, að elsti bróðir minn fékk okkur
yngri systkinin stundum með sér á kvöldin til að hma plaköt frá Alþjóða-
samhjálp verkalýðsins og Kommúnistaflokknum hátt uppá veggina í portinu.
En þegar við komum út fyrir hádegi daginn eftir, sáirni við vanalega hús-
vörðinn, sem vitanlega var senditík bæjarstjórnarihaldsins, þar sem hann
var með framlengt kústskaft að djöflast við að ná plakötunum niður. Og
var þá í miklum ham.
Ur þessu húsnæði fluttum við í annað þó nokkru verra, Pólana, sem voru
suðurundir Oskjuhhð, þar sem vegurinn liggur niðrá flugvöhinn. Þar var
svo yfirfuht af kakkalökkum, að það taldist til undantekninga ef maður gat
drukkið úr bolla án þess að fá einn eða fleiri oní kaffið. Reyndar var gerð
heljarmikil aðgerð til að svæla þennan ófögnuð út - og var þá fólk rekið útá
götuna á meðan. En það skánaði ekkert við það; eftir nokkra daga var aUt
komið í sama farið.
Or þessum fjára fluttumst við í kofa inní Sogum sem kaUað var; þar heitir
nú Sogamýri. Þarna höfðu verið byggð - einsog í fáti - um tuttugu smáhús,
og svo ekkert meir: eftir þetta var einsog aUt framtak hefði gufað uppúr
skipulagsstjóra. AJlt í kring voru htil bændabýli, en niðurvið Voginn stóð
þetta ágæta hús sem nú er barnaheimili og heitir Steinahhð. Þar bjuggu þá
shkir höfðingjar, að maður þorði varla að nefna þá á nafn, stórefnað fólk.
Maður mátti ekki einusinni koma nálægt girðingunni, svo það væri ekki
farið að æpa á lýðinn.
Þarna bárum við krakkarnir út blöð - í mannmörgu heimili urðu auðvitað
allir að grípa það sem gafst. Aðallega bárum við út Verkalýðsblaðið, mál-
gagn Kommúnistaflokksins, sem var vikublað. Ekki voru nú kaupendur marg-
ir, en svæði okkar stórt og langt að fara. Inní Fossvogi man ég t. d. eftir húsi,
þar sem kaupendur blaðsins bjuggu í kjaUaranum. Þegar maður kom í sjón-
mál við húsið, kom vanalega frúin á hæðinni út og hellti yfir mann úr skál-
um reiði sinnar fyrir að vera að hera út þetta andskotans kommúnistablað.
Þetta varð til þess að við urðum að vera tvö og sæta lagi. Annað okkar kom
í sjónmál og tók við vitleysunni úr kehingunni á meðan hitt læddist neðan-
frá og laumaði blaðinu inní kjallarann.
Annars var ég oft tíma og tíma fyrir vestan hjá skyldfólki mínu; fór t. d.
ekki í opinberan skóla fyrren ég var tíu ára. Auðvitað var heimilið skóli,
13 TMM
193