Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 57
Minningar úr stéttabaráttunni
sambandsstjórn að breyta skipulagi samlakanna. Flokksforystan var hrædd um
að missa þann atkvæðastuðning sem hún hafði hjá verkalýðnum. Þetta sýnir
okkur ljóslega, að íhaldsöflin eru ekki öll á eina bókina lærð.
Árið 1942 var svo í fyrsta sinn kosið til Alþýðusambandsins eftir nýju
fyrirkomulagi. Og sama ár vinna sósíalistarnir Dagsbrún, en árin á undan
hafði henni verið stjórnað af ihaldi og krötum (1940) og íhaldinu og
Héðni Valdimarssyni (1941). Þarmeð var niðurlægingunni miklu lokið, og
fannst nú mörgum sem hæfist annað líf.
Verkfallið í ársbyrjun 1941 fór útum þúfur. Margir hafa viljað kenna
bresku herstjórninni um. en hún blandaði sér talsvert í málið. Hitt er þó
sönnu nær, að Dagsbrúnarstjórnin hafi kallað þetta yfir sig. Hún kom í veg
fyrir að skipuð yrði sérstök verkfallsnefnd einsog alltaf er gert. Hún stjórn-
aði því sjálf, eða réttara sagt: hún stjórnaði ekki neinu, því hún kom hvergi
nærri. Og stjómlaust verkfall er fyrirfram dauðadæmt.
Svo er það í þessu hallærisverkfalli, þar sem enginn veit í rauninni hvort
verkfallinu er lokið eða standi ennþá, því ekki er hægt að hafa samband við
neinn ábyrgan aðila, hvaðþá að hægt sé að gefa sig fram til verkfallsvörslu,
að ég læt undan áskorunum föður míns um að taka vinnutilboði frá ein-
hverri skinnaverksmiðju. Gamli maðurinn segir að verksmiðjan sé á Iðju-
svæðinu, og þar sem Iðja sé ekki í verkfalli, þá sé ekkert við þetta að athuga.
Ég læt til leiðast. Þarna er ég svo að stolla skinn í miklum hita og við óþverra-
aðstæður í nokkra daga. Elsli bróðir kemst að þessu, og þá fær maður það
alltíeinu óþvegið framaní sig, að nú sé maður orðinn verkfallsbrjótur. Þetta
hafi orðið úr manni. Ég fór þá að hugsa málið betur, og útkoman úr þessu
varð auðvitað sú að maður skammaðist sín einsog hundur og kom ekki nálægt
skinnum eftir það. En ég var nú reynslunni ríkari og hef alla daga síðan
hugsað til þessa atviks með blygðun og hryllingi, enda er það glæpur og
ekkert annað að taka upp vinnu sem aðrir hafa lagt niður í þeim tilgangi að
knýja fram hærra kaup. Síðar, þegar ég hef verið við verkfallsvörslu og komið
að verkfallsbrjótum við vinnu, hef ég oft hugsað sem svo: vertu nú ekki
með neinn æsing, það er ekki að vita nema einn af þessum mönnum sé þú.
Það er líka mín reynsla, að verkfallsbrot séu í langflestum tilfellum framin
í fákunnáttu og vitleysu. Enda oftast auðvelt að koma mönnum í skilning
um hvað þeir eru að gera og fá þá til að hætta.
Úr þessu sama verkfalli hefur prentast inní mig mynd af atburði, sem mér
fannst talsvert athyglisverður. Við vorum að ráfa inn bæinn bræðurnir og
komum að trésmiðjunni Völundi. Þá var þar fyrir utan portið hópur manna.
199