Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 58
Tímarit Máls og menningar
En fyrir innan var vinnuflokkur að bera timbur, og yfir þeim stóðu hermenn
alvopnaðir. Þarna voru semsé verkfallsbrjótar aó vinna undir byssustingj a-
vemd. En sem við stöndum þama og virðum þetta fyrir okkur, snarast alltá-
einu maður úr okkar hópi uppá vegginn, byrjar að halda ræðu og dregur
ekkert af sér. Það var HaUgrímur Hallgrímsson, Dagsbrúnarmaður, góður
kommúnisti og vel til forystu fallinn. Öllum viðstöddum þótti það mikil
dirfska að gera þetta og eiga á hættu að verða skotinn. En hermennirnir
hreyfðu hvorki legg né lið. Hvað sem þvi olli, þá er það víst, að verkamenn-
imir hjá Völundi mættu ekki til vinnu morguninn eftir. (Skömmu seinna
var Hallgrímur dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir þátttöku sína í dreifi-
bréfsmálinu svokallaða, en um það mál má segja, að það hafi ekki verið
réttarfari borgarastéttarinnar til sóma fremur en svo margt annað.)
Haustið 1941 hafði ég önglað saman nægilega miklu til að geta farið í
skóla einn vetur. Þá vom aðeins tveir gagnfræðaskólar til í Reykjavík,
Gagnfræðaskóli Reykvíkinga og Ingimarsskólinn, og gekk ég í þann síðari.
Settist auðvitað í fyrsta bekk og var langelstur, enda gerður að formanni
nemendafélagsins. Þarna voru með mér í bekk Guðmundur J. Guðmundsson,
núverandi varaformaður Dagsbrúnar, prúður piltur og hafði sig lítt í frammi,
og Gunnar Helgason, síðar erindreki Sjálfstæðisflokksins, vinstrisinnaður,
allra manna málglaðastur og sívitnandi í Brautina eftir Þorstein Erlingsson.
Þetta var ákaflega skemmtilegur vetur og þroskandi. Reyndar kom ég
fjarskalega illa undir allt nám búinn og þurfti að byrja frá grunni í sumum
fögum. En það kom ekki í veg fyrir að maður gæfi sér tíma til að lesa eitt
og annað fyrir utan námsskrána. Já, og tíma til að ganga í bókabúðir og
fombókaverslanir og skoða og lesa síðu og síðu. Það var upplyfting manns
í þá daga.
Próf tók ég engin, enda fannst mér það ekki hafa neitt uppá sig, ég vissi
vel að ég mundi aldrei halda neitt áfram. Mín beið ekkert nema stritið.
Það var sumarið eftir að ég kom útúr skólanum, að við Yngvi bróðir
vorum í svona einsog fimmtán manna vinnuflokki hjá Keili á Gelgjutanga.
Tveir sósíalistar voru þarna auk okkar. Á þessu tímabili stóð skæruhernað-
urinn ennþá, því það var bannað með lögum að fara í verkföll. En við sósíal-
istamir þama vomm sannfærðir um að ekkert væri eins nauðsynlegt og að
hækka kaupið. Um þetta erinn við að mjálma í kaffitímunum nokkra daga,
en þorum ekki að láta til skarar skríða. Það er ekki fyrren við fréttum að
aðrir vinnuflokkar, ekki síst í bæjarvinnunni, hafi fengið svo og svo mikla
hækkun, að við tökum á okkur rögg. Við náum okkur í nákvæmar tölur,
200