Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Qupperneq 63
Minningar úr stéttabaráttunni
hafði flokksforystan engan manndóm, enda hefði þurft að byggja þetta á
ákaflega sterku innanflokkslýðræði, sem ég efast um að hafi verið til staðar
nema í fremur takmarkaðri mynd.
Það var áberandi á fundum í Sósíalistaflokknum á þessum árum, hvað
fáir töluðu. Og þetta fór stöðugt versnandi. Kæmi einhver óbreyttur félagi
upp og segði sína skoðun af einurð og hreinskilni, þá þurftu foringjarnir
alltaf að tala á eftir og leggja annaðhvort hlessun sína yfir ræðuna — með
orðalagi sem minnti mann á það þegar fullorðnir klappa börnum á kollinn
— eða rífa þetta í sig einsog þeir væru að reyna að sýna fundarmönnum hví-
hkur óviti fyrri ræðumaður væri.
Starfsgrundvelli sellanna kynntist ég best, þegar ég fór sjálfur að vera
fyrir sellunni í Sogamýrinni. Á laugardögum komu allir selluformennirnir
saman og ræddu við formanninn eða einhvern annan úr stjórninni, greindu
frá síðasta sellufundi og ályktunum hans og meðtóku svo - reyndar ekki
alltaf gagnrýnislaust - hnu stjórnarinnar og það sem hún vildi að rætt yrði
á næstu sellufundum. Sellurnar gátu haft töluvert vald, og fyrir kom að
ein og ein þeirra gerði uppreisn. Þetta fyrirkomulag var vísir að flokkslýð-
ræði. En það hefði getað verið meira en bara vísir. Samstarfið milli sell-
anna var alltof htið. Ef ein sellan lenti í andstöðu við stjórnina i einhverju
máli, þá hafði hún litla von um að fá stefnu sína samþykkta, þarsem for-
menn annarra sella voru óundirbúnir og höfðu takmarkað umboð hver frá
sinni sellu til að víkja frá því sem þar hafði verið samþykkt. Ef sellurnar
hefðu haft með sér náið samstarf, hefði þetta komið öðruvísi út. Ég er
helst á því, að það verði að kenna almennu sinnuleysi í sellunum um þetta
samstarfsleysi. Ef meginþorri félaganna hefði haft hugsun og vilja til þess
ama, þá hefði stjórnin auðvitað ekki getað staðið á móti, þó svo hún hefði
ekki verið þess beint fýsandi af ótta við mikla árekstra. Þeir voru bara svo
grátlega fáir sem hugsuðu sjálfstætt og Jjorðu að beita sér. Flestir voru þol-
endur, þeir bara hlýddu og voru góðir. Jámaður, það orð sem fyrir nokkr-
um árum hafði verið hið versta skammaryrði, var orðið svo algengt að
það missti næstum alla merkingu. Þjóðfélagsaðstæðurnar áttu sína sök á
þessu, vinnuþrældómurinn og allt það. Fólk hafði ekki tíma til að lesa, hugsa
og ræða málin í ró og næði. En forystan verður heldur ekki sýknuð.
Fræðslustarfsemin var í molum. Það vantaði ekta pólitískt uppeldi. Því eins-
og gamli maðurinn sagði, hann Lenín: sósíahsk vitund sprettur ekki upp af
sjálfu sér. Viðhorfin gagnvart Sovétríkjunum áttu líka sinn þátt í þessu.
I þeim efnum vandist fólk fremur á að trúa en hugsa sjálfstætt. Allt þetta
205