Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 75
Minningar úr stéttabaráttanni
Eitt var það verkstæði sem mér þótti stundum gott að leita til, þó vinnu-
aðstaða væri þar með endemum. I fyrstalagi var ég alltaf öruggur um að
fá þar vinnu, í öðrulagi var þar oft talsvert að gera, því eigandinn var eitt
af þessum eftirlætisbörnum Bakkusar og gat ekki sinnt viðgerðunum þegar
guðinn tók hann til sín. En þetta var þó ekki allt eintóm sæla, því ég vann
þarna uppá jafnaðarkaup, sem þýddi að ég gat þurft að vinna frammá rauða
nótt dögum saman án þess að fá mikið aukreitis fyrir yfirvinnu og nætur-
vinnu. Húsnæðið var niðurníddur hermannabraggi, svo slæmur að ég stend
samlíkingarlaus. Ef ég hefði einhverntíma lesið Dante, gæti ég kannski sagt
að braggafj andinn, með myrkri sínu og rottugangi, hefði verið tekinn úr lýs-
ingum hans á þvi þarna í neðra. En ég kann ekki ítölsku, ég hef aldrei lesið
Dante. Verkfærin voru af skornum skammti og gömul og slitin þau sem til
voru. Vinnan krafðist því oft mikillar þolinmæði og sterkra tauga. Við þetta
bættist, að eigandinn var alltaf að þvælast á verkstæðinu, þegar hann var
fullur, og hafði þá jafnan með sér nokkuð af glaðlyndu fólki; stundum hélt
hann til með það í lítilli kompu í öðrum enda braggans sólarhringum saman.
Ég hef lesið talsvert eftir Jack London, en aldrei rekist á neitt hjá honum
sem kemst í hálfkvisti við þetta.
Heldur fór minn hagur að vænkast ef eitthvað var, eftirað ég komst á verk-
stæðið hjá Heklu. Innflutningur á fólksvögnum var þá hafinn og árekstrarnir
létu auðvitað ekki bíða lengi eftir sér; fyrirtækið þurfti því að þjálfa starfs-
menn til viðgerða. Þarna gerði ég boddíviðgerðir á fólksvögnum að nokkurs-
konar sérgrein minni, hef unnið mikið við þær síðan og oft getað farið
frammá töluverðar yfirborganir. Ekki var ég þó lengi hjá Heklu í þetta sinn,
var rekinn fyrir mótþróa, en þá sagði pyngja eigandans til sín, það vantaði
vana menn og hann neyddist til að ráða mig aftur nokkru seinna.
Sumarið 1960 fór ég svo til útlanda í fyrsta skipti á ævinni. Sósíalista-
flokkurinn sendi 50-60 manna hóp á námskeið í A-Þýskalandi. Af námskeið-
inu hafði ég töluvert gagn, en ekki hefur mig langað til útlanda eftir þetta.
#
A þessum árum var heldur farið að dofna yfir öllu starfi í Sósíalistaflokkn-
um og mátti fara að sjá þess merki hvert stefndi. Þarmeð er ekki sagt að ég
hafi verið skarpskyggnari en aðrir, ég var ósköp samdauna þessu óbjörgu-
lega ástandi. En oft læddist að manni óljós grunur um að ekki væri allt sem
skyldi. Fylgi flokksins fór minnkandi í stéttarfélögunum. Mönnum úr verka-
217