Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 77
Minningar úr stéttabaráttunni
Gömlu mennirnir, sem höfðu verið atkvæðamestir í verkföllunum 1952 og
1955, voru nú horfnir og yngri menn teknir við. Óvanalega mikið var líka
um stráka um og innan við tvítugt. Og urðum við þessir eldri og reyndari að
skipuleggja uppeldisstarfið.
Þess var vandlega gætt, að einn eða tveir reyndir færu með strákunum í
bilana þegar sent var út á vaktir. Og hófst þá nokkurskonar skóli: strákim-
um voru kennd þau undirstöðuatriði sem nauðsynlegast er að kunna skil á
í stéttabaráttunni. Og reyndust afbragðsnemendur. Þá fréttum við það, að
Hlíf í Hafnarfirði ætlaði að svíkja og semja á undan öðrum félögum. Átti
að halda fund suðurfrá daginn eftir. Strákunum fannst, einsog okkur líka,
að ekki væri rétt að láta þessa óhæfu gerast mótmælalaust. Við gengum því
nokkrir á fund Eðvarðs Sigurðssonar, formanns Dagsbrúnar, og stimgum
uppá því við hann, að við fjölmenntum á fundinn hjá Hlíf og létum þá alla-
vega sjá að við fylgdumst með þessu. Eðvarð hlustaði á okkur með eftirtekt
og ræddi þetta svo við okkur af mikilli kurteisi einsog hans er vandi. Það
var auðheyrt að hann var ekki hrifinn af þessari ráðagerð. En skýr og af-
dráttarlaus svör fengum við engin. Honum fannst einsog þetta gæti kannski
haft eitthvað slæm áhrif á þá í Firðinum, hann var heldur ekki alveg frá
því að þeir gætu eftilvill litið á þetta sem hótun o. s. frv. En hann mælti samt
ekki beint gegn því að við færum. Þetta fannst strákunum undarleg viðbrögð.
Þeir höfðu ímyndað sér að formaður Dagsbrúnar hlyti að vera skeleggur
og ákveðinn og hvetti menn fremur en letti til nauðsynjaverka í þágu stétt-
arinnar. Og kölluðu hann diflómalann eftir þetta. Með því áttu þeir við að
hann væri hvorki hrár né soðinn. Neyddumst við þá þessir eldri til að fara
að bera í bætiflákann fyrir formanninn til að mórallinn á næturvaktinni færi
ekki niðrúr öllu.
Eftir verkfallið vildum við kommúnistarnir koma í veg fyrir að strákarnir
féllu í pólitískt sinnuleysi og hvöttum þá til að ganga í Æskulýðsfylkinguna.
Og gerðu þeir það flestir. En ekki leið á löngu áðuren þeir gengu þar út
aftur og sögðu hverjum sem heyra vildi, að þar væri ekki verandi. Þar
sætu eintómir síðskeggjar og læsu erlend timarit, töluðu sýknt og heilagt
um einhverja andskotans isma og hefðu ekki minnsta áhuga á verkalýðs-
málum.
Þetta er eitt dæmið um vinnubrögðin í þessari blessaðri hreyfingu okkar
á þessum árum. Þar var ekki aldeilis tekið á móti ungum, áhugasömum
verkamönnum tveim höndum. Þeir voru þvertámóti hraktir burtu. Ef for-
ystan sá efnivið í einhverjum, þá var það í menntaskólastrákum og stúd-
219