Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 79
Minningar úr stéttabaráttunni
skúrinn og - eins og stóð í Alþýðublaðinu daginn eftir - fimmtán metrar af
bókum. Það eina sem bjargaðist nokkurnveginn óskemmt var orðabók Blön-
dals og nokkrir árgangar af Rélli. Með þetta andlega vegarnesti og átta börn
stóðum við nú á götunni. Og grét þó enginn.
Bæjarstjórnaríhaldið neyddist til að hlaupa undir bagga; við fengum
inni í einni líkkistunni í Höfðaborginni og var það húsnæði sínu verra en
það sem brann, sannkallað rottubæli. Þarna urðum við að dúsa, því skiljan-
lega voru engir peningar til að leigja fyrir, hvaðþá kaupa. Það litla sem
við fengum úlúr tryggingunum fór í innbú.
Það tók mig töluverðan tíma að átta mig á þessum umskiptum. En þegar
frá leið sá ég ekki eftir kofanum. Ég var fyrir löngu farinn að hata þetta
andskotans skrifli, sem stal öllum manns líma, svo ekki sé minnst á pening-
ana sem hann gleypti og hefðu betur farið í eittlivað annað. Hann var ein
hörmung frá upphafi til enda, illa smíðaður og úr lélegu efni, kaldur og
lekur. Ég hafði ævinlega þurft að vera að dytta að honum, auk þess sem
ég varð alltaf að vera að stækka hann í takt við fjölskylduna; kom honum
fyrir rest upp í 85 fermetra. Og þarsem það átti ekki fyrir okkur að liggja
að bera beinin í líkkistu íhaldsins í Höfðaborginni, þá held ég nú að þetta
hafi verið hið mesta lán.
Öðru máli gegnir um bækurnar. Þann skaða hefur mér ekki tekist að
bæta enn þann dag í dag. Og þó mér fyndist þá öðrum þræði afleitt að missa
kofann og bílskúrinn og þurfa að flytja í Höfðaborgina, þá var það áfall
ekki nema barnaleikur borið saman við bókamissinn. 1 þessu þjóðfélagi er
enginn vandi fyrir verkamann að hafa oní sig og sína. En það er erfitt að
lifa lífinu, erfilt að vera eitthvað meira en bara vinnudýr. Og til að lifa
lífinu sem hugsandi vera, þá þarf maður vissulega bækur.
Eftir þessi ósköp komst ég á bílaverkstæði sem var að því leyti frábrugðið
öðrum verkstæðum, að eigandinn var félagi minn úr Sósíalistaflokknum.
Að öðru leyti var það einsog öll hin. Kaupgreiðslur voru klipptar og skornar
og á eftir þeim þurfti að reka einsog víða annarsstaðar. Húsnæðið var
drungalegt og hreinlætistæki ekki til. Þarna sá maður ljóslega hvað það er
erfitt að þjóna tveim herrum. Mannauminginn sat auðvitað fastur í þessari
sömu borgaralegu klípu og aðrir alvinnurekendur. Til að láta þetta smá-
fyrirtæki ganga þurfli hann að fá það sem hann gat útúr okkur, þeim fáu
sem unnu hjá honum. Þetta gat skiljanlega enganveginn samræmst þátt-
töku í róttækri hreyfingu. Enda er ég ekki frá því að honum hafi stundum
liðið illa. En þó ekki nógu illa til að selja allt heila klabbið og ganga aftur
221