Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 81
Minningar úr stéttabaráttunni
Morgunblaðið og drukkið þar í sig alla viskuna gagnrýnislaust. Mér fannst
í fyrstu einsog honum stæði stuggur af mér, einsog hann héldi að ég væri
stórhættulegur maður og jafnvel hklegur til að ráðast að honum og drepa
hann. Þetta lagaðist þó þegar við fórum að kynnast. En það var stundum
átakanlegt að ræða við hann, það var einsog að fá framaní sig marga árganga
af Morgunblaðinu á einu bretti. Þarna sá ég það svart á hvítu hvers íhalds-
pressan er megnug. En það er ekki margt sem er aðeins á eina bókina lært.
Þessi maður hélt því fram, að að einu leyti væru kommúnistar ómissandi,
semsé til að berjast fyrir hærra kaupi. Ef þeirra nyti ekki við, þá mundi
kaupið lækka. Þarna hafði semsagt örlitlum ljósgeisla tekist að smeygja sér
inní íhaldsvitund þessa vesalings manns.
Nú var komið frammí ársbyrjun 1969, kreppa hlaupin í auðkerfið, eða
samdráttur í atvinnulífið einsog það heitir á fínu máli borgaranna, fyrir-
tækið varð að draga saman seglin og segja upp mönnum. Og nú var ég at-
vinnulaus í eina fjóra mánuði.
#
A árunum þarna á undan hafði verið ákaflega lítið líf í Dagsbrún. íhaldið
hætti að bjóða fram í félaginu 1964, og eftir það var einsog dofnaði yfir
öllu. Ekki svo að skilja að félagið hafi verið til fyrirmyndar á þessum árum
þegar íhaldið var til að veita stjórninni aðhald. Þá voru fundir aðeins miklu
tíðari en seinna hefur orðið og félagslífið fjörugra. Framboðstilraunir
íhaldsins drógu þó þann dilk á eftir sér, að við sósíalistarnir freistuðumst
til að styðja okkar stjórn af svo miklu kappi að við gleymdum göllum henn-
ar. Þetta breyttist vissulega þegar deyfðin hélt innreið sína í félagið; þá
fundu margir betur en áður hvað stjórninni var lítið gefið um frumkvæði
okkar hinna óbreyttu, hvernig hún einangraði sig frá umbjóðendum sínum
og varð æ linari í baráttunni. Um mikla óánægju var þó ekki hægt að tala,
eða réttara sagt: hún var ómótuð, bjó aðeins í hugum einstaklinga sem
ekki fundu hverjir aðra. Það var ekki fyrren í verkfallinu 1968 og atvinnu-
leysinu sem náði hámarki fyrrihluta árs 1969, að menn fóru að bera saman
bækur sínar og koma sameiginlegum orðum að því sem hver einstakur hafði
verið að hugsa í sinni einangrun: stjórnin var vaxin okkur yfir höfuð, við
stóðum máttvana gegn okkar eigin sköpunarverki. Og ef við vorum ekki al-
veg vissir, þá áttum við eftir að sannfærast. En þó óánægja okkar væri mikil,
þá vildum við samt alls ekki fara að gera tilraun til að ganga af stjórninni
dauðri með þeim afleiðingum að íhaldið gripi tækifærið og næði völdum
223