Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 82
Tímarit Máls og menningar
með sínum bandamönnum. Þarmeð er ekki sagt að við höfum haft bolmagn
til að bjóða fram gegn stjórninni. Við vorum fáir sem vorum virkir og
reiðubúnir til að gera eitthvað. Og við vorum forystulitlir. En það hvarfl-
aði að mönnum að bjóða fram og gera þannig tilraun til að losna við þetta
skrifstofulið sem gætti fremur sinna eigin hagsmuna en okkar. Síðan hefur
þetta verið að gerjast. Og að því kemur að það verður boðið fram.
Hnignun Dagsbrúnarstjórnarinnar er þó ekkert einangrað fyrirbæri. Hún
helst auðvitað í hendur við eymdargöngu allrar hreyfingarinnar.
*
Úr atvinnuleysinu komst ég á það verkstæði þar sem ég er nú. Við vinn-
um aðeins tveir saman, semsé í hæltulegri einangrun. Ég geri mér grein fyrir
að þetta getur ekki gengið til lengdar. Einsog fyrir mér er komið pólitískt,
þá er mér ekkert eins lífsnauðsynlegt og tengsl við sem flesta.
Ég lifi orðið í nokkurskonar pólitísku tómarúmi miðað við það sem áður
var. Ég er ekki í neinum flokki lengur. Alþýðubandalagið er ekki flokkur
fyrir verkamann með mínar skoðanir, það er flokkur fyrir sósíaldemókrata
og smáborgaralega menntamenn. Nú hefur maður enga „línu“, maður verð-
ur að eiga það við sjálfan sig hvað sé rétt og hvað sé rangt. Og það er
ágætt; ekki seinna vænna að fara að hugsa eitthvað að ráði uppá eigin
spýtur. En stundum finnst mér einsog ég sé pólitískt viðrini, því frá því ég
fór að hugsa um pólitík hefur það legið í loftinu, að sá maður væri ekki
uppá marga fiska sem ekki hefði tekið afstöðu og gengið í pólitískan flokk.
En ef þetta er rétt, þá vil ég þrátt fyrir allt heldur vera pólitískt viðrini en
ganga í sveit þar sem ég á ekkert erindi.
Það hefur verið sagt, að það væri nægilegt pólitískt verkefni fyrir verka-
mann í Reykjavík að hreinsa til í sínu eigin 4000 manna félagi. Ég ætla
ekki að mótmæla þessu. En það fylgja því miklar hættur að starfa eingöngu
í stéttarfélagi. Maður getur rísikerað að þrengja sjóndeildarhringinn,
maður getur farið að einblína á þetta afmarkaða svið og misst sjónar af
öllu því sem er þar fyrir utan. Höfuðmarkmiðið er auðvitað ekki að koma
óspilltum og dugmiklum baráttumönnum í stjórnir verkalýðsfélaganna,
heldur að kollvarpa eignastéttinni og taka völdin. En það vill gleymast. Og
það er eðlilegt að það gleymist ef maður er ekki í félagsskap þar sem þetta
er stöðugt til umræðu. Að þessu leyti finnst mér afleitt að þurfa að vera
flokksleysingi. Ég óttast um mína pólitísku framtíð. En auðvitað er flokks-
leysið ekki aðeins persónulegt vandamál einstaklinganna. Á meðan ekki er
224