Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 88
Tímarit Máls og menningar
erot, að til séu tvenns konar sölubækur - „skyndisölubækur“, sem skila ipjög
fljótt öllum kostnaði með einni útgáfu, án þess að til frekari fjárfestingar
þurfi að koma, og „j afnsölubækur“, sem krefjast langtíma áætlimar, binda
lengi fjármagn og fjárfesta verður í allan eða hluta af ágóðanum aftur og
aftur.
Það eru þannig til fleiri en ein tegund sölubóka. „Skyndisölubækur“ ná
skjótri og mjög mikilli sölu, gera í blóðið sitt á nokkrum vikum og hverfa
síðan smám saman í djúp gleymskunnar án þess að nokkur ástæða sé til að
festa í þeim frekara fjármagn til endurprentunar. „Jafnsölubækur“ fara hægt
af stað og ná jafnri sölu, sem ekki er háð sveiflum að öðru leyti en því, sem
sala þeirra kann að vera bundin við sumarleyfi, byrjun skólaárs, bókmennta-
verðlaun, gjafatímabil o. s. frv. Þessar bækur gera í blóðið sitt á nokkrum
mánuðum eða árum, en varanleg eftirspurn eftir þeim gerir útgefandanum
kleift að festa fjármagn sitt nokkrum sinnum í þeim án þess að tefla á nokkra
hættu. Loks eru metsölubækumar, sem mest eru í sviðsljósinu, þegar talað
er um sölubækur, af því að þær sameina hvorttveggja — byrja sem skyndi-
sölubækur og enda sem jafnsölubækur.
Kúrfurnar á línuriti I sýna þessar þrjár tegundir sölubóka.2 Lárétti ásinn
sýnir mánuði, en á lóðrétta ásnum má sjá mánaðarlega sölu, áætlaða sem
hundraðstölu af þeim lágmarksfjölda eintaka, sem selja verður til að tryggja
hagnað. Raunverulega vita útgefendur ekki nákvæmlega tölu seldra eintaka,
að minnsta kosti ekki fyrstu mánuðina eftir útkomu bókarinnar. Þeir vita
aðeins um tölu pantaðra eintaka, þ. e. pantanir, sem bókaverzlanir gera eftir
að þær hafa selt þau eintök, sem þær höfðu í fyrsta áfanga keypt eða tekið
til sölu með endursendingarrétti. Það er elcki fyrr en óseld eintök hafa verið
endursend eftir nokkra mánuði, að hægt er að meta hina raunverulegu sölu.
Eigi að síður er hægt að gera sér allglögga mynd af sölunni, ef við göngum
út frá þeirri tilgátu, að sérhver endurpöntun svari til sölu á einu eintaki að
minnsta kosti. Mestu máli skiptir að geta séð fyrir þróun mála af nægilegri
nákvæmni til að geta ákveðið tímanlega hvort hlutaðeigandi bók eigi að end-
urprentast eða ekki. Ef útgefandinn ofmetur söluna, á hann á hættu að sitja
uppi með óseldar birgðir, sem éta munu upp hagnaðinn eða jafnvel meira.
Ef hann misreiknar sig á hinn veginn, á hann á hættu að salan stöðvist meðan
á endurprentun stendur.
Eftirfarandi dæmi eru raunveruleg að öðru leyti en því, að frávik, sem
rekja má til sérkenna hlutaðeigandi bóka, eru numin brott svo að dæmin
verði algildari.
230