Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 90
Tímarit Máls og menningar
I dæminu um skyndisölubókina er grafið einfalt. Eftir biðtíma, sem getur
verið breytilegur, en er sjaldan lengri en þrjár vikur, byrjar salan og nær
mjög fljótt hámarki. Því næst fer salan jafnt og þétt minnkandi og fylgir þá
línu, er greina má sem hyberbólu í fallinu x = a/y. Ef spáin hefur verið ná-
kvæm, verður salan komin niður í svo til ekki neitt rétt áður en fyrsta út-
gáfan er á þrotum og er þá engin ástæða til endurprentunar.
Graf jafnsölubókarinnar er allt öðruvísi. Salan stígur ekki skyndilega fljótt
eftir útkomuna, en helzt nokkurn veginn jöfn og árstíðabundnar sveiflur eru
nokkurn veginn hinar sömu frá ári til árs. Það er því tiltölulega auðvelt fyrir
útgefandann að gera spá um söluna. Hagnaðurinn skilar sér hægt, en ákvörð-
un um endurprentun má taka án verulegrar áhættu, þegar ákveðnum áfanga
í sölunni er náð - t. d. þegar birgðirnar eru komnar niður fyrir söluna á
undangengnu fjárhagsári.
Graf metsölubókarinnar sameinar einkenni beggja: skyndisölubókarinnar
og jafnsölubókarinnar. Metsölubókin er í rauninni skyndisölubók, sem á
vissu stigi breytist í jafnsölubók án þess þó að glata öllum fyrri söluein-
kennum sínum. Hún byrjar eins og venjuleg sölubók: eftir biðtíma stígur
salan fljótt upp í hámark, en síðan fylgir sölulínan hyperbólu í fallinu x =
a/y. En á vissu stigi hættir línan að falla og tekur að fylgja svipuðum hreyf-
ingum og lína jafnsölubókarinnar. Mörgum útgefendum hættir til að meta
ekki sem skyldi þessa skyndilegu breytingu á línunni og verða þvi óviðbúnir.
Það er að vísu rétt, að mjög erfitt er að segja fyrir um gang sölu metsölu-
bókar, eins og siðar mun á drepið, því að metsölubækur eru bækur, sem
brjóta sér leið út fyrir þann þj óðfélagslega hóp, sem þær voru upprunalega
ætlaðar. Salan sýnir sömu árstíðabundnu sveiflurnar og j afnsölubækurnar,
en öðru hverju tekur sölulínan óvænt stökk upp á við, þegar metsölubókin
kemst í snertingu við þj óðfélagshóp, sem áður hefur ekki sýnt áhuga á henni.
Sölulínan tekur þá á ný á sig svipað form og í upphafi. Salan snöggeykst,
þannig að stundum nær sölulínan hærri punkti en í upphafi og síðan kemur
falllína í formi hýperbólu. Ef bókin á fyrir sér varanlega sölu, kemur enn
annar tindur og síðan fær línan á sig svipað form og lína jafnsölubókar-
innar.
Þessar þrjár gerðir sölulína birtast sjaldan óbrenglaðar. Dæmigerð jafn-
sölubók er nærri alltaf nytsemisbók af einhverju tagi, bók sem svarar stöð-
ugum þörfum, t. d. kennslubók, visindarit eða - svo að tekið sé sem dæmi
bók með enn tryggari og jafnari sölu — matreiðslubók.
Skáldverk, sem ná því að verða sölubækur, hafa venjulega hina hverfulu
232