Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 91
Framtíðarhorfur í bókaútgáfu
sölueiginleika skyndisölubókar. Metsölubækur eru ákaflega sjaldgæfar og eru
sjaldan meira en 2-3% af sölubókum. En þó að svo sé, er nauðsynlegt að
gera sér ljósa grein fyrir því, að fjöldi seldra eintaka ræður því ekki, hvort
bók er metsölubók eða ekki, heldur gangur sölunnar eða lögun sölulínunnar,
þannig að saman fari sölutindur í upphafi og lækkandi hýperbóla, sem síðan
er rofin með nýjum tindi og þar á eftir taki sölulínan á sig form jafnsölu-
bókarlínunnar. Bók, sem selst í 50.000 eintökum, getur verið metsölubók,
alveg eins og bók, sem selst í 3.000.000 eintaka.
Mjög fáar bækur eiga sér langt líf fyrir höndum. Af hundrað bókum, sem
gefnar eru út, eru varla tíu enn í sölu ári síðar, og tíu sinnum færri tuttugu
árum síðar. Þetta sést af því, að fjöldi titla, sem til sölu er í tilteknu landi,
er sem næst tíu sinnum meiri en titlafjöldinn sem út er gefinn árlega.
Hans Ferdinand Schulz hefur í bók sinni Das Schicksal der Biicher und der
Buchhandel3 varpað ljósi á þessa öru rýrnun i bókaframleiðslunni. Aðferð
hans var í því fólgin, að hann rannsakaði sambandið milli endurprentana og
heildarútgáfu bóka í Þýzkalandi frá 1950 til 1958. Það sést strax, að bækur,
sem koma út í annarri útgáfu, eru 10% af útkomnum bókum, í áttundu út-
gáfu aðeins 1% og tuttugustu og fimmtu útgáfu aðeins 0,1%. Yfirgnæfandi
meirihluti bóka, sem út kemur í Þýzkalandi, kemur þannig aðeins út í einni
útgáfu. Þær eru annað hvort „dauðar“ frá sjónarmiði bóksalans eða skyndi-
sölubækur.
Það er sérstaklega áhugavert að kanna þá tilgátu, sem áður var sett fram,
þegar við settum undir einn hatt annars vegar vinsælar sölubækur og bók-
menntaleg verk og hinsvegar jafnsölubækur og nytsemisbækur. Hans Ferdin-
and Schulz vann úr rannsóknum sínum tölur fyrir hinar ýmsu gerðir. Tafla
I tekur til bókmenntaverka annars vegar og kennslubóka hins vegar. Til að
auðvelda samanburð er fyrri dálkurinn fyrir hvora tegund látinn sýna heild-
artölur titla af hverri útgáfu, en seinni dálkurinn sýnir hve margir titlar eru
endurprentaðir af bverjum þúsund fyrstu útgáfum.
Augljóst er, að endurútgáfum bókmenntaverka fækkar miklu örar en
kennslubóka.
I raun og veru er hér um að ræða tvær gerólíkar tegundir útgáfubóka.
Það eru ekki ólík form eða fagurfræðilegt gildi bóka, sem ræður því hvort
þær teljast til vinsælla sölubóka eða jafnsölubóka, heldur sjálft fyrirkomu-
lagið á útgáfustarfseminni eins og útgefandinn hagar því af ráðnum hug með
tilliti til þess hvers konar verki hann er að dreifa og hvers konar kaupendur
hann hefur í huga.
233