Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 91
Framtíðarhorfur í bókaútgáfu sölueiginleika skyndisölubókar. Metsölubækur eru ákaflega sjaldgæfar og eru sjaldan meira en 2-3% af sölubókum. En þó að svo sé, er nauðsynlegt að gera sér ljósa grein fyrir því, að fjöldi seldra eintaka ræður því ekki, hvort bók er metsölubók eða ekki, heldur gangur sölunnar eða lögun sölulínunnar, þannig að saman fari sölutindur í upphafi og lækkandi hýperbóla, sem síðan er rofin með nýjum tindi og þar á eftir taki sölulínan á sig form jafnsölu- bókarlínunnar. Bók, sem selst í 50.000 eintökum, getur verið metsölubók, alveg eins og bók, sem selst í 3.000.000 eintaka. Mjög fáar bækur eiga sér langt líf fyrir höndum. Af hundrað bókum, sem gefnar eru út, eru varla tíu enn í sölu ári síðar, og tíu sinnum færri tuttugu árum síðar. Þetta sést af því, að fjöldi titla, sem til sölu er í tilteknu landi, er sem næst tíu sinnum meiri en titlafjöldinn sem út er gefinn árlega. Hans Ferdinand Schulz hefur í bók sinni Das Schicksal der Biicher und der Buchhandel3 varpað ljósi á þessa öru rýrnun i bókaframleiðslunni. Aðferð hans var í því fólgin, að hann rannsakaði sambandið milli endurprentana og heildarútgáfu bóka í Þýzkalandi frá 1950 til 1958. Það sést strax, að bækur, sem koma út í annarri útgáfu, eru 10% af útkomnum bókum, í áttundu út- gáfu aðeins 1% og tuttugustu og fimmtu útgáfu aðeins 0,1%. Yfirgnæfandi meirihluti bóka, sem út kemur í Þýzkalandi, kemur þannig aðeins út í einni útgáfu. Þær eru annað hvort „dauðar“ frá sjónarmiði bóksalans eða skyndi- sölubækur. Það er sérstaklega áhugavert að kanna þá tilgátu, sem áður var sett fram, þegar við settum undir einn hatt annars vegar vinsælar sölubækur og bók- menntaleg verk og hinsvegar jafnsölubækur og nytsemisbækur. Hans Ferdin- and Schulz vann úr rannsóknum sínum tölur fyrir hinar ýmsu gerðir. Tafla I tekur til bókmenntaverka annars vegar og kennslubóka hins vegar. Til að auðvelda samanburð er fyrri dálkurinn fyrir hvora tegund látinn sýna heild- artölur titla af hverri útgáfu, en seinni dálkurinn sýnir hve margir titlar eru endurprentaðir af bverjum þúsund fyrstu útgáfum. Augljóst er, að endurútgáfum bókmenntaverka fækkar miklu örar en kennslubóka. I raun og veru er hér um að ræða tvær gerólíkar tegundir útgáfubóka. Það eru ekki ólík form eða fagurfræðilegt gildi bóka, sem ræður því hvort þær teljast til vinsælla sölubóka eða jafnsölubóka, heldur sjálft fyrirkomu- lagið á útgáfustarfseminni eins og útgefandinn hagar því af ráðnum hug með tilliti til þess hvers konar verki hann er að dreifa og hvers konar kaupendur hann hefur í huga. 233
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.