Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Qupperneq 93
Framtíðarhorfur í bókaútgáju
í fyrra tilfellinu er atliyglinni beint að verkinu og tilurð þess, í seinna
tilfellinu að hinum óþekkta lesanda og ófyrirsj áanlegum viðbrögðum hans.
Framleiðsla bókar ein út af fyrir sig (í merkingunni ederej er athöfn, sem
er sjálfri sér nóg og réttlætir sig sjálf, en útgáfa hennar felur í sér talsverða
áhættu. Enginn, sem gefur út bók, getur séð nákvæmlega fyrir hve mikinn
gaum væntanlegir lesendur muni gefa henni. Hann getur getið sér til um það
og jafnvel gert spá um það, en hann getur ekki fyrir fram markað þá braut,
sem bókin, er hann hefur sett í umferð, eigi að fylgja, né ákveðið hvernig
dreifing hennar verður; hann getur m. ö. o. ekki gert áætlun fyrir hana.
Strangt tekið er bókaútgáfa óáætlunarbundin starfsemi.
En það er líka til áætlunarbundin útgáfustarfsemi. Skýrasta dæmið um
hana er sala bókar til áskrifenda, sem safnað hefur verið fyrir fram. Með
því að markaðurinn er tryggður með fyrir fram sölu, er áætlunin mjög ná-
kvæm. Áætlun um sölu gegnum bókaklúbba er ekki eins nákvæm, en klúbb-
félögunum eru lagðar svo strangar skyldur á herðar, að hættuna á sveiflum
má telja mjög litla.
Munurinn á sumum tegundum hálf-áætlunarbundinnar bókagerðar og
venjulegrar bókaútgáfu má líkja við muninn á að veiða fisk á færi með
sökku og á flugu. Svo er t. d. um bækur, sem dreift er til þröngs hóps með
kunnar þarfir og smekk. Eins og þegar hefur verið á drepið, á þetta við um
flestar nytsemisbækur, og þó enn frekar kennslubækur. En það á einnig við
hvar sem um er að ræða sérhæfðan hóp, hóp lesenda félagslega greinanlegan
frá öðrum hópum og með auðþekkj anleg einkenni. Aðdáendur vísindaskáld-
skapar, t. d., eða vissra tegunda afbrotasagna, safnast oft kringum þessi
hálfgerðu heimilisblöð, sem Bandaríkjamenn kalla „fanzines“. Það er auð-
velt að gera sér grein fyrir smekk slíkra lesenda og sjá fyrir viðbrögð þeirra,
þó ekki væri nema gegnum bréfin, sem þeir skrifa eftirlætistímaritum sínum.
Þetta skapar skilyrði fyrir útgáfustarfsemi, sem er bæði áætlunarbundin og
lifandi að því leyti sem skoðanaskiptin, sem fram fara kringum „fanzine“-
tímaritin, varna því að þau verði vélræn og einskorðuð. Hið sama er því
miður ekki hægt að segja um þá hópa lesenda, sem eru of stórir til þess að
unnt sé að koma við skoðanaskiptum, en hafa þó nægilega líkan smekk til
þess að koma megi við vísi að áætlunargerð. Þetta á við um stóran flokk
barnabóka, sem einskorðaður er við mjög þröngt svið. En framar öllu á
þetta við um reyfaraskáldskap af ástarsögutaginu, þar sem tilfinningasemin
ræður ríkjum og sálfræðilegur skilningur er í lágmarki.
Þetta er hin mikla hætta, sem fylgir áætlunarbundinni útgáfustarfsemi.
235