Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 94
Tímarit Máls og menningar
Frá sjónarmiði útgefandans er hún fjárhagslega trygg; en hún gerir fátæk-
leg og geldir öll bókmenntaleg samskipti einmitt vegna þess að hún útrýmir
óvissuþættinum í útgáfunni. Um bókmenntasmekk mikils hluta lesenda má
segja, að hið ófyrirsj áanlega val lesandans á lesefni sé eina ráðið, sem
hann hefur til að gefa til kynna fagurfræðilegan dóm sinn og láta hann hafa
áhrif á útgáfustarfsemina. Óáætlunarbundin útgáfa, þar sem alltaf hlýtur að
vera tiltölulega fátt um sölubækur, en á hinn bóginn margur vonarpeningur,
skapar skilyrði fyrir eins konar náttúruval. Sumum kann að finnast, að
náttúruval sé ekki bezta leiðin til að tryggja bókmenntagæðin, en þó verður
að viðurkenna, að eins og heimurinn er, er það ein þeirra fáu leiða, sem
færar eru.
Ekki megum við heldur vanmeta gildi þeirra bókmenntaverka, sem ekki
ná sölu. Sölugengi er einungis ein hlið á vitsmunalegu og listrænu lífi, þó
að það sé sú hliðin, sem mest ber á. Það er kannski aðeins ein bók af
hundrað, sem öðlast varanlega frægð; en hinar níutíu og níu hafa einnig
verið gefnar út og allt í allt lesnar af ekki óverulegum fjölda lesenda, hundr-
að sinnum hafa útgefendur tekið á sig áhættu vegna útgáfu þeirra eftir að
þeir hafa valið úr hundruðum eða ef til vill þúsundum handrita, sem jafn-
margir rithöfundar eða rithöfundaefni hafa sent þeim og má gera sér í hug-
arlund alla þá vitsmunalegu og listrænu starfsemi, sem liggur að baki þess-
ara bóka. Fjöldi metsölubóka er enginn mælikvarði á auðlegð og gæði bók-
mennta einhvers lands, heldur fjöldi rithöfunda og lesenda, hæfileikar þeirra
og smekkur, og síðast en ekki sízt fjölbreytnin í menningarlegum tilraunum
af öllu tagi. Frakkar eru hvorki mestu bókaútgefendur né mestu lestrarhestar
í heimi - fjarri því - en því verður ekki neitað, að gróska í bókmenntalífi
er óvíða jafnmikil og í Frakklandi. París er ein þeirra borga þar sem rit-
höfundur hlýtur lárviðarsveiga sína, á sama hátt og nautabaninn hlýtur lár-
viðarsveiga sína í Madrid. Bókmenntaverk, sem ná meira en 10.000 eintaka
sölu, eru ekki meira en 3 eða 4% af heildarársútgáfu bóka, og í mesta lagi
10% af þvi, sem talizt getur gildar bókmenntir. Bækur, sem bregðast útgef-
endum fjárhagslega, eru - eins og auðvelt er að reikna út — lesnar af eins
mörgum og líklega fleiri en þeim, sem lesa sölubækur.
Þetta má vera okkur íhugunarefni. Utgefendur, sem vilja forðast áhættu,
vilja helzt reka áætlimarbundna útgáfustarfsemi og sýna enga viðleitni til
að koma bókum sínum út fyrir þann hring lesenda, sem þær eru uppruna-
lega ætlaðar, með því að sýna dirfsku í endurprentunum og dugnað í sölu-
starfsemi, slíkir útgefendur geta auðvitað haldið rekstri sínum gangandi, en
236