Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 95
Framtíðarhorjur í bókaútgáju
þeir gleyma, að skylda þeirra og hagsmunir eru einnig í því fólgin, annars
vegar að gefa óþekktum rithöfundi tækifæri og hins vegar í því að sjá til
þess að viðurkenndur rithöfundur fái hæfilega umhun erfiðis síns. Ef allir
útgefendur hefðu þessa afstöðu, eiga þeir á hættu að standa einn góðan
veðurdag frammi fyrir þeirri staðreynd, að sú vitsmunalega ólga og eirðar-
leysi, sem er sjálft lífsloft allrar bókmenntalegrar iðju, er horfin, og án
þessarar ólgu og eirðarleysis glata bækurnar hinum lifandi, félagslega stuðn-
ingi sínum og verða að venjulegri neyzluvöru - eins og þeirri, sem fram-
leidd er í vefnaðarverksmiðj um, mundi Diderot hafa sagt. Þeir eiga raunar
á hættu að ganga af lífsframfæri sínu dauðu.
Að þessum orðum töluðum má benda á þá staðreynd, að of lítil áætlunar-
gerð getur verið eins slæm og of mikil. Mörgum útgefendum, einkum í Evr-
ópu, hættir til að miða útgerð sína við stóru köstin, draga á land tugi, jafn-
vel hundruð titla. Eftirtekjan er mjög rýr. Það er ekki lengur um að ræða
að önnur hver bók bregðist, eins og Diderot sagði, heldur átta eða níu af
hverjum tíu. Utgefandi, sem gefur út 120 skáldsögur á mánuði, lætur sér
ekki bregða, þó að hundrað þeirra séu ekki lesnar af nema örfáum mönnum.
Hann heldur samt áfram sínu striki og sannar með því (þó ekki í öllum
lilfellum), að hann græðir á rekstrinum. Ilann gerir það vegna þess að starf-
semin er þegar í upphafi afskræmd af því verzlunarkerfi, sem sprottið hefur
upp af útgáfuiðnaði, sem lætur sig meira varða öryggi en útþenslu. Nátt-
úruvalinu, sem verður banabiti frá sjónarmiði höfundarins, er að mestu
leyti bægt frá, að því er útgefandann varðar, í krafti lögmáls hinna stóru
talna. I þessu fjárhættuspili hafa þeir alltaf vinninginn, eða tapa að minnsta
kosti ekki miklu - nema þegar til koma endurtekin óhöpp eða axarsköft,
eða gróflega gallað skipulag. Allt er byggt á reynslu og verzlunarútreikn-
ingum. Reynslan sýnir, að ef viðhafður er einhver vottur af aðgát í vali
hóka, ná 4 til 5% útgefinna hóka meðalupplagi, og ein og ein nær öðru
hverju að komast í hóp mikilla sölubóka. Verzlunarútreikningar leiða í ljós,
að eftir að komið er fram yfir visst sölustig, tekur hagnaðargráðan skyndi-
legri breytingu, svo að ein mikil sölubók getur borið uppi tap af lugum
misheppnaðra bóka.
Smásöluverð bókar er reiknað út frá kostnaðarverði fyrstu útgáfu, sem
í níu af hverjum tíu tilvikum er eina útgáfan, eins og við höfum áður séð.
I Frakklandi t. d. er hámarkssmásöluverð á bókmenntaverkum reiknað út
eftir líkingunni C = KF/l-kd, þar sem C er smásöluverðið, d prósentur
höfundar af hverjum franka útsöluverðsins, k stuðull, sem breytist í hlutfalli
237