Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 96
Tímarit Máls og menningar
við breytingu á þeirri prósentu, og F framleiðslukostnaðurinn á hvert eintak.
í reynd jafngildir þetta að margfalda framleiðsluverðið með stuðli, sem
getur breytzt frá 3 til 5 frá landi til lands og bók til bókar.* Það fer eftir
því hve lágur framleiðslukostnaðurinn á hvert eintak í fyrstu útgáfu er,
hve ódýr bókin getur orðið. Með því að frumkostnaður við prentun er tals-
verður, minnkar framleiðslukostnaður á eintak þeim mun meira sem fleiri
eintök eru prentuð. Leyndardómurinn við þær bækur, sem ná fjöldaút-
breiðslu, er að hinn upphaflegi prentunarkostnaður er mjög hár, en af því
leiðir,vitaskuld, að þær binda mikið fé. Þegar um venjulega óáætlunarbundna
útgáfu er að ræða (og þá einkum bókmenntaverk, sem hafa takmarkaða út-
breiðslu), er ekki hægt að taka slíka áhættu, og þess vegna er upplagið
bundið við þá tölu eintaka, sem nægir til að gefa viðunandi hagnað miðað
við hóflegt útsöluverð. Þetta á þó ekki við um bækur höfunda, sem náð
hafa viðurkenningu og sölu. Þetta byrjunarupplag er frá 3000 til 5000 eintök,
breytilegt eftir löndum.
Til að skýra þetta nánar, skulum við taka dæmi - algerlega tilfundið og
mjög einfaldað dæmi - um útgefanda, sem hefur borgað $ 5000 fyrir setn-
ingu, prentun, pappír og band á 5000 eintökum af bók.'1 Þar sem kostnaðar-
verð á hvert eintak er $ 1, ákveður hann, að útsöluverðið skuli vera $ 5 ein-
lakið, og verður stuðullinn þá í þessu tilviki 5. Við skulum gera ráð fyrir, að
höfundarlaun og dreifingarkostnaður (auglýsingar, umboðslaun sölumanna,
afsláttur til heildsala og bóksala o. s. frv.) verði kringum 66%% af útsölu-
verðinu, en það mun vera nærri meðallagi. Utgefandinn fær þá kringum
$ 1,65 fyrir hvert selt eintak. En áður en hann getur gert upp reikninga sína
verður hann fyrst, hver svo sem salan verður, að fá inn þá S 5000, sem hann
greiddi fyrir prentun, pappír og bókband, og síðan að fá upp í beinan annan
kostnað (stjórnunarkostnað, starfsmannalaun, geymslukostnað, flutnings-
gjöld, skatta o. s. frv.), sem við skulum gera ráð fyrir að sé um 40% af upp-
haflegu fjárfestingunni - þ. e. í þessu tilviki $2000. Til að fá inn þessa
$7000, verður útgefandinn að selja 4.250 eintök af þeim 5000, sem hann
prentaði. Hann er þá kominn á það sem kalla má „slétt“ og getur nú vænzt
þess að fá hagnað af sölu þeirra eintaka, sem eftir eru, sem raunar eru hvergi
nærri 750, því að tvö til þrjú hundruð eintök hafa verið send út til ritdómara
" Með ,.framleiðslukostnaði‘‘ er liér átt við „beinan framleiðslukostnað", eins og kemur
reyndar fram hér á eftir, án ritlauna, og að sjálfsögðu án auglýsingakostnaðar og
dreifingar, o. s. frv. Þýð.
238