Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 98
Tímarit Máls og menningar
Áður en við hneykslumst á þessari tölu, verðum við að minnast þess, að
100.000 eintaka sala er ákaflega sjaldgæf, að minnsta kosti þegar um er
að ræða venjulega bókaútgáfu með takmarkaða dreifingarmöguleika. Sann-
leikurinn er sá, að ef allar aðstæður eru metnar, á útgefandi, sem gefur út
eina bók, litlu meiri von um vinning en sá sem spilar í happdrætti.
Sem betur fer má segja, að einnar bókar útgefendur séu óþekkt fyrir-
brigði. Þegar til lengdar lætur, jafna höpp og óhöpp í útgáfustarfsemi
nokkurn veginn hvor önnur upp, og samkvæmt skýrslu, sem American Book
Publishers Council lét gera 1964, er meðalhagnaður, ef aðeins er reiknað
með raunverulegri sölu, kringum 9,5% af framleiðslukostnaðinum og 4%
af heildarfjárfestingunni.6
Hér er vissulega lítið upp á að hlaupa. Það er því ekki að undra, þó að
útgefendur leiti ráða til að komast hjá áhættu. Eitt af þessum ráðum er sú
„Malthusar“-stefna að vanmeta líkurnar á sölu bókar, sem telst sérstaklega
áhættusöm (t. d. fyrsta skáldsaga ungs höfundar) og telja útgáfuna hafa
„borið sig“, þegar hún hefur greitt allan beinan kostnað, en láta annarri
áhættuminni útgáfu eftir að standa undir almennum rekstrarkoslnaði. I
grein um stjórnun og reikningshald bókaútgáfu7 tekur George P. Brockway
dæmi af meðalstórri skáldsögu, sem seld er á S 3,50. Enda þótt reikningsað-
ferðir hans séu nokkuð frábrugðnar þeim, sem við höfum notað hér, má auð-
veldlega bera tölur hans saman við tölur okkar. Hann tekur fyrst dæmi af
bók í 7.500 einlaka upplagi, þar sem hann lekur almennan rekstrarkostnað
með í reikninginn, og síðan dæmi af áhættuminni útgáfu, sem skorin hefur
verið niður í 5000 eintök, en almennur rekstrarkostnaður ekki tekinn með.
(Sjá Töflu II.)
Augljóst er í fyrra dæminu, að ekki er hægt að selja 7.759 eintök, þegar
upplagið er aðeins 7.500, en í seinna dæminu getur útgefandinn gert sér von
um að fá $ 2.500 í hagnað i reiðufé, ef upplagið selst fljótt. Það yrði þannig
lyftistöng fyrir rekstur hans og gerði honum kleift að fjárfesta strax aftur í
nýrri bók. í rauninni getur þessi skammtíma áætlun reynzt honum mjög hag-
kvæm. Gallinn er sá, að hún getur aldrei reynzt höfundinum hagkvæm, sem
aldrei fær nema skitna S 1.750, þó að bókin seljist upp. Það er aðeins útgáfa
byggð á langtímaáætlun - sem tekur með í reikninginn allan almennan
rekstrarkostnað og leggur traustan fjárhagslegan grundvöll að öllum rekstr-
inum - sem getur gefið höfundinum sanngjarnt tækifæri og orðið honum
hvatning til að halda áfram að skrifa.
Onnur aðferð er sú, að treysta á þá staðreynd, að þegar til lengdar lætur
240