Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Síða 102
Tímarit Máls og menningar
hægt að notast við sömu framleiðslutækni eða þræða sömu brautir við
dreifinguna. Bókin verður að taka þeirri stökkbreytingu, sem fæddi af sér
fj öldaútbreiðslubókina, pappírskilj una (á ensku paperback, á frönsku livre
de poche). Á meðan bókaútgáfa tók mið af hinum menntaða hluta þjóðar-
innar, átti hún við að eiga tiltölulega samkynja félagslega hópa, sem bjuggu
við sambærileg lífskjör og siðvenjur, höfðu svipaðan smekk og lifðu í svip-
uðu menningarumhverfi. En utan þessara félagslegu marka kemur bókin á
ókunnar slóðir og allt er breytt - verð, útlit og söluaðferðir.
Ein ástæðan til þess að pappírskiljubyltingin í Bandaríkjunum varð jafn-
gertæk og raun ber vitni er sú, að raunverulegir bókakaupendur, eins og við
skilgreindum þá hér að framan, voru aldrei nema 1 til 2% þeirra, sem læsir
voru. Jafnvel enn í dag eru þeir, sem venja komur sínar í bókabúðir, litlu
fleiri. Þetta merkir, að hefðbundin bókaútgáfa í Bandaríkjunum hefur ekki
nema eina milljón bókakaupenda á að treysta, eða jafnmarga og franskir
bókaútgefendur og áreiðanlega helmingi færri en brezkir útgefendur. Þetta
sást raunar glöggt á skýrslum um bókaútgáfu laust eftir 1950, þegar Banda-
ríkin voru sjöunda landið í röðinni að því er bókaútgáfu snerti, næst á eftir
Frakklandi og með helmingi minni bókaútgáfu en Bretland, sem var í fyrsta
sæti. Það sást líka á dreifingarkerfinu, eins og Frank L. Schick lýsti því 1958:
„Það eru um 9000 sölustaðir af ýmsurn stærðum og gerðum fyrir bundnar
bækur í Bandaríkjunum. Af þeim gerir um helmingurinn sér far um að hafa
á boðstólum nýjar, almennar bækur, en aðeins 500 geta talizt fullgildar bóka-
búðir, vel birgar af bókmn; til viðbótar eru 1000 búðir, sem leitast við að
veita sæmilega þjónustu; og 3000 búðir hafa á boðstólum að minnsta kosti
nýjustu og vinsælustu bækurnar“.8
Ef við btum á það, að í Frakklandi voru á þessum tíma yfir 3.500 full-
gildar bókabúðir - ein á hverja 10.000 fullorðna læsa menn í landinu - þá
er ástandið í Bandaríkj unum í sannleika sagt hörmulegt. Afleiðingarnar voru
Hka þeim mun stórkostlegri, þegar pappírskilj an ruddi sér braut inn í dreif-
ingarkerfi fjöldaframleiðslunnar, sem Frank L. Schick segir að hafi verið
„nærri 110.000 smásölustaðir, allt frá blaðsöluturnum á götuhornum, neðan-
jarðarstöðvum, járnbrautarstöðvum, strætisvagna- og flugstöðvum, lyfja-
búðum og kjörbúðum, til vandaðra pappírskiljusérverzlana og háskóla- og
almennra bókaverzlana.“9
Fjöldasölubækur verða að ná til fjöldans. Þær taka því á sig útlit í sam-
ræmi við það, varpa fyrir róða hinum hófsama alvörusvip, sem ætlaður er
útvöldum bókalesendum, en taka í staðinn á sig hina frísklegu og lifandi liti,
244