Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Síða 103
Framtíðarhorfur í bókaútgáfu
sem höfða til smekks fjöldans. Og verðið er lækkað til samræmis við verð á
venjulegum neyzluvörum, sem nútímaiðnaður sendir frá sér í fjöldafram-
leiðslu. Þegar fyrstu Penguinbækurnar komu á markaðinn 1935, kostuðu
þær sex pence - eða litlu meir en 5% af verði venjulegrar handbundinnar
bókar. Enda þótt 25 centa pappírskilj ur fáist nú ekki lengur í Bandaríkjun-
um, er meðalverð pappírskilja i stórupplögum ekki nema 50 cent — eða 10
til 13% af verði venjulegrar innbundinnar bókar. Enda þótt þessi hundraðs-
tala sé breytileg (í Frakklandi er hún milli 15 og 20%), eru pappírskiljur í
stórupplögum í flestum löndum yfirleitt ekki dýrari en miðlungsdýr að-
göngumiði að kvikmyndahúsi. Þetta á einnig við í sósíalískum löndum: I
Sovétríkj unum kostar pappírskiljuskáldsaga um 55 kópeka, eða um 60 cent.
Eins og við þegar vitum, krefst slíkt verð geysistórra upplaga. í Banda-
ríkjunum, þar sem auðfélög, er ráða yfir geysimiklu fjármagni og öflugu
framleiðslu- og dreifingarkerfi, tóku að sinna bókaútgáfu skömmu fyrir 1950,
er fyrsta útgáfa af fjöldasölupappírskilju sjaldan undir 100.000 eintökum
og oft miklu fleiri. Sem dæmi má nefna, að í janúar 1963 gaf bókaforlagið
New American Library í Signet-bókaflokki sínum út skáldsögu Irvings Stone,
The Agorvy and the Ecstasy, í 1.050.000 eintökum í fyrstu útgáfu. Söluverðið
var 95 cent, sem telst „gæðaflokks“-verð.
Satt er það að vísu, að ekki seljast allar þær pappírskiljur, sem prentaðar
eru. í Bandaríkjunum er áætlað að um 60% þeirra seljist og er það miklu
lægri hundraðstala en þegar um bundnar bækur er að ræða. A hinn bóginn
er titlafjöldi pappírskiljanna ekki að sama skapi mikill. Á miðjum sjötta
tug aldarinnar voru gefnar út um 1200 pappírskiljur á ári í Bandaríkjunum,
en þá var heildartala útgefinna bóka 12.000 og voru pappírskilj ur því aðeins
10% titlafjöldans. En áratug síðar var tala útgefinna bóka komin upp í
30.000 og af þeim voru þá 10.000 pappírskiljur, eða þriðjungur. Á sama
áratug jókst sala pappírskilja úr 250.000.000 eintaka, sem seldust fyrir 50
milljónir dollara, upp í aðeins 600.000.000 eintaka, sem seldust fyrir 100
milljónir dollara, en það er sambærileg aukning hlutfallslega og varð á bóka-
sölunni í heild.
Ein ástæðan til þessarar hlutfallslegu stöðnunar á sölu er hinn mikli titla-
fjöldi, sem settur var á markaðinn. Sama þróun varð hjá Penguin Books í
Bretlandi og gefur Sir Allen Lane glögga skýringu á henni: „Því meira sem
hinn almenni lesandi hefur úr að velja fyrir takmarkaða kaupgetu sína, því
vandlátari verður hann, og afleiðingin verður sú, að með árunum seljast
margar bækur minna en fyrirrennarar þeirra. I stað þess að áður var algengt
245