Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Qupperneq 104
Tímarit Máls og menningar
að pappírskiljur kæmu út í 80.000 til 100.000 eintökum í fyrstu útgáfu, eru
sambærilegar tölur nú 40.000 til 50.000 - og þessi niðurskurður hefur óum-
flýjanlega áhrif til hækkunar á söluverð bókanna.“10
Penguinbók, sem kostaði 6 pence, þegar skáldsaga í bandi kostaði 7s. 6d,
kostar nú 2s. 6d, en innbundna skáldsagan aðeins 18s. Eftir blómaskeið 25
centa pappírskiljanna í Bandaríkjunum, tók verðið smám saman að þokast
upp á við í átt að einum dollar. A sama tíma kom fram ný tegund pappírs-
kilja, sem bjó við miklu þrengri fj árhagslegan grundvöll og miklu takmark-
aðri kaupendahóp. Þessar „gæða“-pappírskiljur, sem seldar voru á 95 cent
og allt upp í 2 dollara og j afnvel meira, geta ekki talizt hliðstæðar við fransk-
ar, heftar bækur. Þær eru frábrugðnar f j öldasölupappírskilj unum að því einu
leyti, að þær höfða til takmarkaðs lesendahóps, sem þó er fjölmennur, en
ekki allur fjöldinn, og dregur það vitaskuld úr áhættunni.
Mikilvægt einkenni pappírskiljuútgáfu í þessum gæðaflokki er, að þar
fást miklu frekar útgefnar nýjar bækur en hjá útgáfufyrirtækjum, sem helga
sig fjöldasölubókunum: 75% af útgáfubókum hinna síðarnefndu eru endur-
prentanir, en 57% af útgáfubókum hinna fyrrnefndu eru nýjar. Útgáfa þessa
gæðaflokks af pappírskiljum er í rauninni tilraun til að beita áætlunaraðferð-
inni við fj öldaútgáfu, og á framtíðin eftir að leiða í ljós, hvort sú tilraun
tekst.
Lágt verð krefst geysistórra upplaga og slík upplög krefjast geysimikillar
fj árfestingar. Innbundna skáldsögu er hægt að gefa út á hefðbundinn hátt
fyrir nokkur þúsund dollara, en pappírskiljuútgefandi má búast við að þurfa
að leggja fram nokkur himdruð þúsund dollara í höfundarlaun, prentunar-
og auglýsingakostnað áður en líklegt er að hann fái inn nokkurn eyri. Það
má augljóst vera, að óáætlunarbundin útgáfa sé tæpast hentug fyrir þessa
tegund bóka. Áhættan mundi verða of mikil, og ókleift mundi reynast að fá
nægilegt fé til að tryggja að lögmál hinna stóru talna tæki gildi.
í Bandaríkjunum er pappírskiljuútgáfa bóka, sem hafa bókmenntalegt
gildi, því oftast endurútgáfa bóka, sem þegar hafa náð, eða eru að ná því að
verða metsölubækur meðal almennra lesenda. Þetta er eina ráðið til að
draga úr áhættunni. Oðru máli gegnir um nytsemisbækur í pappírskilju-
útgáfu, sem eðli sínu samkvæmt getur verið áætlunarbundin, því að þeim
er ætlað að svara þekktum þörfum. Enda þótt það kunni að virðast mótsagna-
kennt, eru vísindarit sú tegimd bóka, sem hæfust er til fjöldaútgáfu. Það
var hinn vísindalegi bókaflokkur Que sais-je?, sem fyrst var gefinn út í þessu
formi með góðum árangri í Frakklandi. Með því að vinna kerfisbundið að
246