Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 110
Tímarit Máls og menningar
til þess, að gluggasýningar hans séu frábrugðnar því, sem á boðstólum er
inni í búðinni. Sé hann aftur á móti að reyna að finna sér hlutverk í starfinu,
og skapa tengsl við viðskiptavini sína, má vænta þess, að talsverður munur
verði á þessu tvennu.
Og þannig er þetta í raun og veru. Línurit 2 er úr Bordeaux-skýrslunni og
sýnir muninn á því, sem er í gluggum bókabúðanna og þvi, sem inni fyrir er.
Tölurnar á lóðrétta ásnum sýna hundraðshluta af þeim sölustöðum af ýmsu
tagi, sem hafa á boðstólum bækur af því tagi, sem lárétti ásinn segir til um,
annaðhvort í gluggum sínum (granna línan) eða í búðunum sjálfum (feita
línan).
Eitt atriði blasir strax við: það sem haft er í gluggum og það sem á
boðstólum er í búðinni er svo til alveg hið sama í bókabásunum og einnig
mikið til sama í sölustöðunum: það er ekkert misræmi milli þess sem selst
og óskhyggju seljandans. I bókaverzlununum er á hinn bóginn um mikið
misræmi að ræða, og þó einkum í stórum bókabúðum, sem að jafnaði hafa
á boðstólum mjög mikið og fjölbreytt úrval bóka, en hafa fyrir reglu að
sýna aldrei í gluggum sínum reyfara, glæpasögur, alþýðlegar pappírskiljur
— og raunar heldur ekki alvarlegar bókmenntir, án efa vegna þess, að slíkar
bækur eru ekki taldar hafa nægilegt aðdráttarafl, jafnvel ekki hjá menntuð-
um viðskiptavinum.
Bókaverzlanir eru þannig eini staðurinn, þar sem tekið er af ráðnum hug
mið af nákvæmlega skilgreindum hópi viðskiptavina og sem telur viðskipta-
vini sína í þeim hópi. Þær eru því einu staðirnir, sem líklegt er að skapi
skilyrði, sem nauðsynleg eru fyrir eins konar skoðanaskipti milli framleið-
enda og neytenda. En augljóst er, að þessi skoðanaskipti hljóta að vera mjög
takmörkuð. Af því, sem vantar í glugga bókabúðanna, má glöggt ráða til
hvaða þjóðfélagshóps þeim er ætlað að höfða. Sú staðreynd, að í stórum
bókabúðum eru glæpasögur hornrekur, en alvarlegri bókmenntum skipaður
veglegri sess, minnir á stöðnuð viðhorf menntaðra miðstéttarmanna og sér-
menntaðra manna (sem spegla ekki endilega raunverulegar siðvenjur). I
litlum bókabúðum er glæpasögum meira haldið fram, en alvarlegar bók-
menntir þoka um set, en misræmið milli þess, sem sýnt er í gluggum og
þess sem haft er frammi inni í búðunum, er eigi að síður talsvert, þegar
um er að ræða „vinsælar“ bækur af öllu tagi. Ætla má þvi, að við stöndum
enn á ný andspænis miðstéttarlesendum, sem eru kannski ekki alveg eins
vandlátir í menningarviðhorftnn sínum, en eru sér þess þó vel meðvitandi,
að þeir tilheyra menntamannastéttinni.
252