Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Qupperneq 114
Tímarit Máls og menningar
urinn er sá, sem tryggir það, að ofninn eða miðstöðvarketillinn gegni hlut-
verki sínu. Viðhorf húsmóðurinnar til kolakaupmannsins og þess, sem selur
olíu, rafmagn, gas eða einhvern annan hitagjafa mótast af því einu hvað
hún þarf að borga fyrir hitagjafann og hvernig þjónustan er. Vandamálin i
innlendri og alþjóðlegri valdapólitík eru á allt öðru plani, einkum og sér í
lagi vegna þess, að orkunotkun innanlands hefur mjög htil áhrif á þau. Ná-
kvæmlega sama máli gegnir um viðhorf almennings til bóksala. Bóksalar eru
að hans áliti menn, sem sjá almenningi fyrir lesefni. Með því að dagblöð eru
geysimikill hluti alls lesefnis, eru bóksalar í grundvallaratriðum á engan hátt
frábrugðnir blaðasölum.
Þegar rætt er um bókabúðir, rekumst við því á næsta óljós og breytileg
viðhorf, sem í flestum tilfellum eru svo ólík, að erfitt er um samanburð. Við
þetta verður svo að bæta því, sem kalla mætti fornfræðilega stöðu orðsins,
því að ekkert orð er til, sem ekki loðir við eitthvert merkingarfræðilegt
minni, og á þetta ekki hvað sízt við orð, sem eru í einhverjum tengslum við
bókmenntir. Við megum ekki gleyma því, að bóksalar voru til áður en prent-
listin var fundin upp og að tiltölulega mjög skammt er síðan tilkoma bóka-
útgefenda svifti þá því meginhlutverki, sem þeir höfðu gegnt og lét þeim eftir
það, sem minnsts álits nýtur, en er þó ef til vill yfirgripsmest.
Eins og sjá má af þessu er staða bóksalans því hvergi nærri ljós. Við
getum nú gert okkur grein fyrir sumum orsökum þeirrar óvissu, sem er
bókaverzluninni fjötur um fót og öllu skipulagi hennar til mikils tjóns. Yfir-
völd jafnt og almenningur hneigjast til að skilgreina hlutverk bóksalans með
tilvísun til verkefna, sem ekki eru sérstaklega hans verkefni og raunar aðeins
hluti af starfi hans og engan veginn sá þýðingarmesti. Kaupmaður, sem selur
prentaðan pappír, miðill upplýsinga og menningar, seljandi lesefnis - allar
þessar skilgreiningar eiga vissulega við bóksala, en gera þó hvergi nærri full-
nægjandi grein fyrir hlutverki þeirra.
Orsök þessa er ef til vill sú, að engin tilraun hefur verið gerð til að skil-
greina hlutverk þeirra á grundvelli bókanna sem slíkra, og þessa vanrækslu
má ef til vill rekja til þeirrar staðreyndar, að við vitum ekki nákvæmlega
hvað hók er, jafnvel þó að við gerum ráð fyrir, að bók sé alltaf sami hlut-
urinn. Eina nothæfa skilgreiningin á bók er sú, sem tekur mið af því til hvers
bókin er notuð, og reist er á hlutverki hennar sem miðils í samskiptum
manna á milli eins og áður hefur verið lýst.
Við getum þá gert okkur grein fyrir hversu mjög skilgreiningu okkar á
bóksölum sem seljendum bóka er ábótavant. Bóksalar selja bækur vegna þess
256