Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 118
Tímarit Máls og menningar
uppi líklega kaupendur í meðal íbúanna í nágrenninu, að koma búð sinni
þar fyrir, sem abnenningur á leið um vegna daglegrar iðju sinnar, og að
vekja þann áhuga, sem einn getur stuðlað að þróun bókmenntalegra sam-
skipta.
Hér eftir mun það ekki nægja bóksölum að halda kyrru fyrir í búðum
sínrnn og bíða eftir því að kaupendurnir komi. Hvort sem þeim líkar betur
eða verr, verða þeir að gerast menningarleiðtogar þar sem þeir starfa, hvort
heldur það er í þorpi, bæjarhverfi eða verzlunarmiðstöð íbúðahverfis. Þetta
er hlutverk, sem þegar er orðið getu hvers einstaks bóksala ofvaxið, og bók-
salar eiga rétt á að vænta þess, að bókaiðnaðurinn í sameiningu láti þeim í
té nauðsynlegan stuðning og tækifæri, jafnframt því sem þeir eiga þá kröfu
á hendur almenningsálitinu, að þeir fái notið sömu aðstöðu og aðrir fjöl-
miðlar — kvikmyndir, útvarp og sjónvarp. Félagsfræðingurinn Joffre Duma-
zedier, sem hefur tómstundaiðju að sérgrein, orðaði þetta svo: „Dreifing
bóka verður að vera í látlausri sókn, ella á hún á hættu að verða undir í
baráttunni við þau öfl, sem eru andstæð lestri bóka, vegna þess hve auglýs-
ingamáttur þeirra er mikill. Útgefendur og bóksalar verða að beita til fram-
dráttar bóka sumum þeim aðferðum til fjöldakynningar, sem framleiðendur
og dreifingarmiðstöðvar kvikmynda beita.“s Við mættum jafnvel ganga enn
lengra og hvetja til þess, að útgefendur og bóksalar verði sjálfir að finna upp
nýjar kynningar- og söluaðferðir. Farandsalar, sjálfsalar, sameiginlegar kann-
anir, lestrarklúbbar og fjölmargar aðrar aðferðir bjóða upp á margvíslega
möguleika, sem hægt er að velja úr í samræmi við kröfu umhverfisins og
fyrirætlanir seljandans, ef um það er fjallað af reyndum og ábyrgum bóksala.
Aherzlu ber að leggja á, að dreifing lesefnis - bæði dreifing og neyzla -
er ekki hlutlaus athöfn. Það er sókndjörf starfsemi, sem alltaf verður að eiga
sér að grundvelli einhverja bugsjón, jafnvel þótt aðeins sé um menningar-
lega hugsjón að ræða. Því til staðfestingar nægir að minna á, að vöxtur og
viðgangur Meþódistahreyfingarinnar í Englandi, boðun skynsemistrúarinnar
í Frakklandi og áróður marxista í Sovétríkjunum var rótin að einhverjum
mestu framförum, sem orðið hafa í ríki bókanna, sé litið á þær sem upp-
sprettu menningar.
Bóksalar verða þvi að hta svo á að þeir séu umboðsmenn sleitulausrar
menningarstarfsemi, og að sambandi þeirra við bækur ljúki ekki með sölu
þeirra. Að þessu leyti svipar þeim til bókavarða, sem eru annar aðili við
dreifingu bóka. Lítið hefur í þessum athugasemdum verið minnzt á bókaverði,
því að enn skortir nokkuð á um fullan skilning á stöðu þeirra. í flestum
260