Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Síða 119
Framtíðarhorfur í bókaútgáfu
löndum eru bókasöfn rétt að byrja að rísa upp úr þeirri hefð, er lítur á þau
fremur sem stað til geymslu á bókum en til notkunar á þeim.
Nýjustu skýrslur benda þó til, að Iestur í almenningsbókasöfnum sé mestur
í þeim löndum þar sem bókasala er mest. Þetta bendir ótvírætt til þess, að
þessar dreifingaraðferðir séu ekki keppinautar, heldur styðji hvor aðra. Þær
eiga við sömu erfiðleika að búa og sömu kröfur. Það væri jafnfánýtt að setja
á stofn almenningsbókasöfn í landi eða félagslegu umhverfi, sem skortir þá
menningarlegu farvegi, sem bókmenntalegum samskiptum eru nauðsynlegir
og að opna þar bókabúð til sölu á bókum, sem samdar væru í öðrum heimi.
Aftur á móti geta bókasöfn og bókabúðir unnið saman að því að skapa skil-
yrði fyrir menningarleg samskipti.
Lestur á vinnustöðum er eitt af þeim sviðum, sem eru hvað hagstæðust
samvinnu af þessari tegund.9 Við erum rétt að byrja að gera okkur grein
fyrir gildi verksmiðjubókasafna sem tækis til menningarlegrar vakningar
meðal verkamanna. Verksmiðjubókasöfn eru því aðeins félagslega áhrifarík,
að þau séu til orðin og rekin fyrir áhuga frá verkamönnunum sjálfum, en
þau hafa þó aðeins menningarlegt gildi, ef þau eru rekin í samvinnu við
bóksala og menningarfrömuði, án þess þó að þau séu undir þrýstingi frá
verzlunarhagsmunum hins fyrrnefnda og fræðsluáhuga hinna síðarnefndu.
Það er ekki auðvelt að finna jafnvægið, en bækur eru, þegar allt kemur til
alls, „lestrarvélar“, og það sem á við um aðrar vélar, á einnig við um þær.
Hin minnsta snerting nægir til að raska því jafnvægi, sem ríkja þarf milli
þess frelsis, sem þær bjóða upp á og þeirrar undirokunar, sem þær kunna
að beita.
Tilvitnanir:
1 Bénigno Cacérés: Comment conduire le livre au lecteur? í Informations Sociales, París,
janúar 1957, nr. 1, bls. 107.
- Varðandi umræður, sem á eftir fóru, og línurit 2, vísast til: Atlas de la Lecture á Bord-
eaux, eftir Robert Escarpit og Nicole Robine, Centre de Sociologie des Faits Littéraires,
Faculté des Lettres et Sciences Humaines, Bordeaux, 1963.
:i Höfundur hefur gert efni þessa kafla ítarlegri skil í erindi, scm flutt var á 2. alþjóða-
þingi bóksala, er lialdið var í París að tilhlutan UNESCO 1964 og bar heitið Le Libr-
aire, le pouvoir et le public.
4 Sjá grein Gilberts Murv: Une sociologie du livre cst-elle possible? í Informations Soci-
ales, París, janúar 1957, nr. 1. bls. 64—70.
5 Af 52 bókabúðum í Bordeaux voru aðeins þrjár, sem einungis seldu bækur. 12% af
stóru bókabúðunum seldu jafnframt dagblöð, 28% af litlum bókabúðum seldu ýmist
261