Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Síða 120
Tímarit Máls og menningar
meira eða minna af blöðum en bókum. 60% af bókabásunum seldu jafnframt dag-
blöð.
8 Höfundur ræddi þetta atriði nánar í crindi, sem flutt var á 30. allsherjarþingi Libr-
aires de France í París, er haldið var að tilhlutan UNESCO 1964 og kallað var
L’adaptation de la librairie au milieu.
7 Bls. 15 í tilvitnaðri bók.
8 J. Dumazedier: Vers une civilisation du loisir?, París, 1962, bls. 175-203.
0 Síðan 1962 hefur verið unnið að skýrslu við Centre de Sociologie des Faits littéraires
de Bordeaux, fyrst undir forustu J. Boussinesq og síðar undir forustu H. Marquier. Sjá
La lecture dans les bibliothéques d’entreprise de l’agglomération bordelaise, eftir J.
Boussinesq, Bordeaux 1963. Annar kafli er í undirbúningi eftir H. Marquier. Ráðstefna
um bókasöfn á vinnustöðvum var einnig haldin í nóvember 1%1 á vegum UNESCO og
var birt skýrsla um þá ráðstefnu.
3. KAFLI: í ÁTTINA AÐ NÝJU FORMI SAMSKIPTA
Staða rithöfundarins.
Rlthöfundurinn hefur ekki enn fundið stöðu sína í samfélagi nútímans.
Ástæðan til þess er ef til vill sú, að samfélag nútímans hefur skapað sér geysi-
víðtækt öryggis- og tryggingarkerfi til þess ætlað að vernda þegnana fyrir
þeim hættum, sem náttúruöflin og mannlífið búa yfir. En það eru ekki til
nein ráð til að vernda rithöfunda sem slíka. Það er að vísu hægt að láta
þá njóta sama félagslegs öryggis og aðra þegna: ellilauna, ókeypis læknis-
þjónustu og lögfræðiaðstoðar, en það er ekki hægt að vernda þá fyrir þeirri
áhættu, sem fylgir starfi þeirra.
Við höfum nú fengið nægilega innsýn inn í það hvernig bókmenntastarf-
semi gengur fyrir sig til þess að okkur sé ljóst, að rithöfundurinn á allt sitt
undir almenningi - og þannig hlýtur það að verða. Bókmenntir verða til við
þessi gagnverkandi samskipti, fá næringu sína frá þeim og þróast fyrir til-
verknað þeirra. En það er banvænt kerfi að því leyti, að af hverjum þúsund
verkum, sem getin eru, komast tíu til lífs og eitt til þroska. Þessi hlutföll er
vitaskuld hægt að bæta með ýmsum tæknilegum ráðum, einkum og sér í lagi
með því að stækka hinn félagslega grundvöll þessara gagnverkandi samskipta,
með því að endurbæta dreifingarkerfið, með því að gefa lesandanum betri
og tíðari tækifæri til að láta í ljós yfirvegað álit sitt, en það verður aldrei
unnt að girða fyrir áhættuna eða jafnvel draga úr henni svo nokkru nemi.
Allar tilraunir til árangursríkrar áætlunargerðar enda allajafna á því að
skorða bókmenntirnar í fastan farveg, þegar þeim er beitt við val á bókum til
262