Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Qupperneq 122
Tímarit Máls og menningar
sagnahöfundur njóti sömu lífskjara og vélsetjari í prentsmiðju, verður hann
að gefa út eina bók á eins og hálfs árs fresti, sem selst í 8000 til 10000 ein-
tökum, en þaS er mjög óvenjulegt og í hæsta máta ósennilegt.1
Rithöfundar eiga ótal kosta völ til að hafa ofan af fyrir sér: aukastarf,
störf skyld ritstörfum, blaðamennsku, þýðingar, gagnrýni, efnahagslegan
stuðning frá öðrum og fjársterkari fjöhniðlum, svo sem útvarpi, sjónvarpi,
kvikmyndum o. s. frv. Allar þessar lausnir hafa þann ágalla, að þær eru í
rauninni engar lausnir, heldur smugur, tilraunir til að sniðganga hinn raun-
verulega vanda - en hann er sá að láta rithöfundinn aflur fá stöðu sína í
hringrás bóksölunnar og tengj a afraksturinn af hinu skapandi starfi afrakstr-
inum af útgáfustarfseminni.2
Vandinn er óendanlega miklu flóknari en á dögum LúSvíks XIV eða jafn-
vel á dögum Diderots. Samfélag nútímans krefst annars og meira en að
þegnar þess geti dregið fram lífið. Það nægir ekki aðgefa rithöfundinumtæki-
færi til að lifa af ritstörfum sínum, það verður einnig að tryggja honum lifs-
kjör í samræmi við starf hans. GoSsögnin um rómantíska skáldið, sem getur
einungis fært sönnur á snilligáfu sína með því að deyja úr kulda og hungri
í þakherbergiskompu, er blekking, sem kapítalisminn kom á kreik, þegar
hann var að komast á legg, í því skyni að rjúfa sambandið milli skapenda
hugverka og athafnamannanna í þjóðfélaginu og skipa menntamönnunum á
bás utan við efnahagslífið í samfélaginu.
Nútímahugsun krefst þess, aS starfi rithöfundarins sé fundinn staður innan
samfélagsins, en við það koma ný vandamál til sögunnar. Goðsögnin um rit-
höfundinn sem verkamann, sem mjög er á loft haldið í hinum sósíölsku lönd-
um er j afnvarhugaverð og goðsögnin um hið sveltandi skáld. AS baki þessu
liggur geðfelld hugsim, sem tjáir óhlutstæð efnahagsleg tengsl, en þarf ekki
endilega að tákna það, að rithöfundurinn sé raunverulega orðinn hluti af
samfélagi hins vinnandi manns. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, og
hvernig svo sem gerð samfélagsins er háttað, þarfnast bókmenntalegt sköpun-
arstarf ákveðins frelsis til að ráða yfir tíma sínum, sem - að minnsta kosti
eins og tækniþjóðfélaginu er nú háttað - er ósamrýmanlegt þeim hömlum,
sem lagðar eru á handvinnumanninn, bæði í iðnaði og landbúnaði. ÞaS er
sennilega erfiðara að vera öreigaskáld en öreigaprestur. OreigaskáldiS verð-
ur að velja á milli einangrunar í hópi skáldbræðra sinna og útlegðar úr sam-
félaginu. Ef hann kýs útlegðina, jafnvel sem ríkislistamaSur, jafnvel sem
launaður félagi í rithöfundasamtökum, jafnvel sem starfsmaður útgáfufyrir-
tækis, getur hæglega farið svo, að honum finnist hann einangraður eða að
264