Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 125
Framtíðarhorjur í bókaútgáju
séð kvikmynd, sem gerð var eftir henni og jafnvel líklegt, að það beri ríku-
legri ávöxt.
Góð gagnrýni er í því fólgin að kalla á listagyðjurnar ofan úr hæðum
þeirra og fá þær til að taka sér stöðu meðal mannanna. Þá eru þar að verki
sömu verðmæti í formi athafna, skuldbindinga og mannúðar og þau, sem
gera rithöfundum kleift að brjótast út úr einveru sinni í nútima samfélagi.
Gagnrýnandinn getur því aðeins orðið meðalgöngumaður og vitni, að hann
sé jafnframt baráttufús. Eins og Richard Altick hefur bent á°, höfðu prédik-
arar Meþódista, sem á nítjándu öld voru einhverjir þröngsýnustu og bók-
stafsbundnustu ritskoðendur síns tíma, á öldinni áður átt manna mestan
þátt í að útbreiða bókmenntir. Það var John Wesley* sjálfur, sem þegar árið
1743 gaf út stytta vasabókarútgáfu af Pilgrim’s Progress eftir John Bunyan
og seldi hana á fjögur pence. Eftirmenn hans fetuðu í fótspor hans og dreifðu
bókum, sem fjarri fór að væru allar trúarlegs eðlis, því að meðal þeirra voru
ljóð ýmissa fremstu rómantísku skálda þeirra tíma. Þessar bækur náðu langt
út fyrir þann þrönga hring manna, sem til þess tíma höfðu lagt stund á bók-
lestur, og enginn vafi er á því, að prédikunarstarf Meþódista og sú menning-
arstarfsemi, sem því fylgdi, áttu hvað drýgstan þátt í þeirri skyndilegu bók-
menntavakningu, sem varð meðal brezku þjóðarinnar um þessar mundir og
þeirri stefnu, sem brezkar bókmenntir tóku upp úr 1830. Hafi áhrif þessarar
trúarhreyfingar upp úr þessu haft fremur lamandi en örvandi áhrif á bók-
menntir Viktoríutímabilsins, þá var það af því, að Meþódistahreyfingin, eins
og svo margar aðrar hreyfingar, var tekin til við að dylja þá staðreynd
undir grímu strangs rétttrúnaðar, að trúarhrifning hennar var farin að dofna.
Sumum kann að virðast, að hugleiðingar eins og þessar eigi lítið skylt
við vandamál gagnrýninnar. Staðreyndin er þó sú, að stöðu gagnrýnandans
á pappírskiljuöld okkar má líkja við stöðu farandprédikara, sem fer þorp
úr þorpi. Hann hefur sinn persónulega boðskap að flytja, en sá boðskapur
verður að laga sig að og lúta annars vegar þeim boðskap, sem miðlað er í
gegnum hann án þess að liann eigi hlutdeild í honum, og hins vegar hinu
raunverulega ástandi hins lifandi samfélags, sem hann verður að þrengja sér
inn í án þess að beita hópvitund þess ofbeldi eða hafa áhrif á tjáningu þeirrar
vitundar, sem alla tið hlýtur að vera viðkvæm.
A einfaldara máli má segja, að þetta merki, að öll bókmenntagagnrýni,
sem hæfir fjöldasölubókmenntum, þurfi að vera reist á þekkingu á bók-
* Kunnasti og áhrifamesti Meþódistaprédikari Breta á 18. öld.
267