Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Síða 133
Gerpla
og samstæðu jafn margþættri veraldarsögu úr ýmsum þjóðlöndum, og
sveigja ótal stríða strauma í einn farveg.
Halldór gerir flest í Gerplu til að gefa henni forna kjölfestu sem forna
ásýnd. Hún á að geta verið fornsaga. Enginn vafi er á að höfundur hefur
kannað rækilega það tímabil sem sagan gerist á, kynnt sér um það nýjustu
vísindarit, svo að hún mætti hvíla á sem traustastri undirstöðu, hregða upp
nýjum viðhorfum og verða endurmat á fortíðinni; og hefur heyrzt eftir
góðum sagnfræðingi að Gerpla sé bezta heimildin sem hann hafi lesið um
fornöldina. Eigi að síður munu fræðimenn geta fundið að ýmsum sjónar-
miðum er fram koma lijá höfundi Gerplu. Þess er þá að vera minnugur að
Halldór er hér ekki að rita sagnfræði heldur skáldsögu og verður að beita
til þess öðrum aðferðum. Af sömu ástæðum er hann óbundinn af Fóst-
bræðrasögu, Ólafs sögu helga og öðrum fornritum er hann velur sér að heim-
ildum, hefur þar frjálsar hendur en nýtir þau eftir þörfum, breytir sumstaðar
nöfnum, atvikum osfrv., enda mundi hann hafa séð lítinn tilgang í að rita
upp þessar bækur.
Hvað ætlar höfundur sér með Gerplu? Er hann að leika sér að því að rita
nýja íslendingasögu, etja kappi við fornskáldin, mæla sig við þau, eða stæla
sig undir ný átök, ná valdi á nýjum stíl og auðga mál sitt?
Erfitt mun að neita að eitthvað af öllu þessu sé með í verki, en tilgangur
höfundar er annar og meiri. Halldór hefur mjög gaman af leik, af skáld-
skapnum sem íþrótt, og tekur oft spretti þar sem hann lætur það eftir sér
ýmist að skemmta eða storka lesendum sínum. En listin vegna listarinnar
er þó síður en svo einkenni hans eða stefna. Hann lítur miklu stærra á sig
en svo og hlutverk sitt sem sagnaskáld. Hann leggur ekki af stað til að semja
skáldsögu nema af heitu hjarta, af knýjandi þjóðfélagslegri og menningar-
legri nauðsyn. Hann hefur í hverri bók verið að glíma við stórbrotið vanda-
mál. Þegar hann fer aftur í söguna eftir viðfangsefni, eða sögusviði, gerir
hann það til að standa betur að vígi gagnvart nútíðinni til að koma lang-
drægara og harðara höggi á hana. í íslandsklukkunni var hann með sögu-
legum þunga að hefna fyrir niðurlægingu íslands undir erlendri stjórn.
í þessu skáldverki hefur hann einnig hlutverki að gegna gagnvart nútíðinni,
og nú stærra og umfangsmeira en hann hefur lekizt á hendur áður. Víst er
það mikilvægt í sjálfu sér að vilja ná valdi á fornaldar stíl og máli og semja
verk í hæð íslendingasagna, en þó reyndar því aðeins að höfundur ætli
sér jafnhliða æðra markmið, það er að segja ekki persónulegt eða listrænt
eingöngu, heldur þjóðfélagslegt er skírskotar til samtíðarinnar. 1 fljótu
275