Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 134
Tímarit Máls og menningar
bragði má virðast við lestur Gerplu sem Halldór sé að rífa niður hugmynda-
heim hetj usagnanna, og það tekur vitaskuld margan Islending sárt. En menn
hafa þó lítið botnað í sögunni fyrr en þeir hafa gert sér ljóst að hún er í
alla staði nútíðarsaga, nútíðarádeila, og að fornklæðin sem hún ber eru
grímubúningur og ekki annað. En ádeiian sem Halldór flytur er mjög rót-
tæk og margþætt og þessvegna þarf sagan mikillar íhugunar við í lestri, og
hún er bæði svo margslungin og harðskeytl að það er ekki auðhlaupið að því
að brjóta hana til mergjar, og sízt í stuttu máli, og margt í henni er varðar
skáldskap og ástir og dýpkar og upphefur fegurð hennar er bezt að láta
ósnert, og verður hver þess að njóta í sögunni sjálfri sem hann á næmleika
til. Hér verður aðeins vikið að meginhugsun verksins, hinum augljósa til-
gangi þess og hinni hvassbrýndu ádeilu sem í því felst.
Garparnir og hugsjónir þeirra
Gerpla er eins og nafnið ber með sér saga af görpmn, hetjusaga, - en
með öfugu forteikni. Höfuðgarparnir eru þeir svarabræður Þorgeir og Þor-
móður, og einnig Ólafur konúngur digri. Hetja skáld og konungur er þrí-
stirni hetj ulj ómans. Þorgeir skilgreinir svo hetju og skáld: „Hetja er sá
er hræðist aungvan mann og eigi goð né kykvendi, og eigi fjölkýngi né
tröll, og eigi sjálfan sig né örlög sín, og alla skorar á hólm, uns hann lýtur
í gras fyrir vopni óvinar; og skáld sá einn er stærir hróður þvílíks manns.“
Hugsjón beggja er að eignast vináttu mikils konungs, berjast við hlið hans
í orustum og yrkja honum ódauðlegt lof. Allir þrír eru skilorðsbundnir hver
öðrum.
Þeir svarabræður eiga bernskudrauma sína i heimi sagna og ljóða: „Oft
er þeir sátu úti, vóru þeim í hug fornkonúngar þeir er goðum vóru sign-
aðir, Jörmunrekur gotakonúngur, Helgi hundíngsbani og Sigurður fáfnis-
bani, hálfsrekkar og fleiri ágætismenn. Þá bar og til að nornir flugu hjá í
álftarhami og teygðu hálsana og kváðu, og heyrðu þeir á læti þeirra og
þótti sumt kveðið til sín. Þar flugu og ernir hjá.“
Þorgeir er hetjan í hreinni mynd, eins og hún birtist í ímyndun þeirra
og draumi og hann hefur drukkið í sig hetjuhugsjónina með móðurmjólk-
inni. Hann vitnar þrásinnis í Þórelfi móður sína, en það kenndi hún syni
sínum að orð eru „til allra hluta fánýt nema þess lofs er byrjar konúngum,
sverði og orustu“ . .. „ eingi svör rétt uppi höfð í neinu máli utan sannyrði
sverða. Dugur manns í ófriði, hreysti og slægviska, það er manngildi hans.
Hvort hann lifir leingur eða skemur, hvort hann stendur eða fellur í orustu,
276