Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 144
Tímarit Máls og menningar
ung af annarri og vinna engar þær hetjudáðir sem rómaðar eru á fornum
bókum eða lifa í ímyndun þeirra. Höfuðgarpinum Þorgeiri er ekki einu sinni
unnað þess að hljóta dauðdaga hetju sæmandi: „En um einn hlut lúka vís-
endamenn upp einum munni, og er eingi sú bók ritin né saga upphafin er það
efi, að Þorgeir Hávarsson var í svefni höggvinn en féll eigi í orustu; og svo
hitt að hann lét líf sitt fyrir vopni aungrar hetju, og eigi heldur sæmiiegs
manns er sér hafi orð getið eða nafn“. Þeir svarabræður eru í raun ekki hetj-
ur Gerplu, hvað þá Ólafur digri, heldur skotmörk hennar. Hetjur og sigur-
vegarar í Gerplu eru hvorki garpar né herkonungar, heldur almúginn, hin
friðsama alþýða, sem stöðvar yfirgang þeirra, dregur úr þeim afl og slær
vopnin úr hendi þeirra. „Svo er sagt á stríðsbókum að einginn voði sé vísari
þeim góðum dreing er fer með sverði eða öðru göfgu vopni, en ef í móti
honum kemur búkarl með stólpa eða trjábol, enda halda fróðir menn fyrir
satt að mjölnir sé af viði gör“. Herkonúngar og frægðarhetjur fara á hverj-
um stað í Gerplu hrakfarir og bíða ósigur fyrir alþýðu, og er óþarfi að nefna
dæmi. Alstaðar er haldið fram hlut alþýðu. 1 orðaskaki svarahræðra við
Jörund prest er eitt í svari hans að „þá sýndi Kristur rausn sína að fullu og
höfðíngsskap með stóru ríkdæmi, er hann keypti háða við jöfnu lausnar-
gjaldi, kóng og þræl, hefjandi upp þá menn er hallir stóðu og álútir, lærandi
þá mörgum blómberanlegum ymnum“. Og síðar í stælum Þorgeirs við öld-
ung írskra papa segir: „þá mun eingi líkn yður koma meðan þér kjósið yður
nafn og stétt ofar snauðum mönnum“, og enn mælti öldungurinn: „nú mun
eg veita yður andsvör hins er þér spurðuð fyr, hversu vér komum hér aftur,
en vórum þó áður höggnir eða keyptir. Er þar skemst frá að segja að þeir
sem í kvöld hafa keypta oss, þá munum vér selja hina sömu menn að morni;
en fátækir menn sem þér hálshöggvið um sólarlag, þá mun einn og sérhver
þeirra rísa með tveim höfðum í dögun; og þeir menn er þér fjötrið í hlekki
nú, þá munu þeir innan stundar herast á vængjum“. Skáldið hefur alla trú
á alþýðu og sigrum hennar. Athyglisverður er hlutur þræla í Gerplu. Ást-
konur Þormóðs virða að jöfnu þræla sína og hann, eiga þá að ástmönnum
og treysta þeim í raun betur. í íslandsklukkunni sagði Halldór: „Feitur
þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því að í hans
brjósti á frelsið heima“. Þrælar í Gerplu eru miklir menn og öðrum vitrari.
Þórdís í Ogri spyr ung tnær Kolbak þræl: „Hverju sætir það að þú ert þræll,
svo fríður maður, og megu aðrir menn berja þig að vild sinni? Hetjur og
skáld vitjuðu mín heima á lrlandi, mælti hann. Hví grætur þú eigi þá er þú
ert barður? spurði mærin“. Hann taldi fram það allt er hann hafði orðið að
286