Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 151

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 151
Gestrisni byggða og óbyggða reynt er að auka hann. Og það verður að gera með því að hætta að ætla á gestrisnina. Það er sannfæring mín, að íslendingar væri svo bezt farnir, að landið yrði aldrei ferðamannaland í sama skilningi og t. d. Sviss og Noregur. Vér verðum að gæta þess, að hér er ekki hið venjulega hlutfall milli landsmegins og íbúatölu. Landið gæti rúmað miklu meira fjölda ferðamanna en þjóðin getur tekið við. Ferðatíminn er hér stuttur og veðrátta stopul. Það er of valtur grundvöllur að reisa á lífsbjörg sína. Gistihúsin myndi standa tóm 9-10 mánuði ársins. Um hitt ætla eg ekki að tala, að það elur upp flestar ódyggðir í fóllci að lifa á ferðamönnum. Það er nógu sárt að sjá fram á hnignun íslenzkrar gestrisni, þó að ekki verði á mann lagt að sjá hana snúast í fulla úthverfu sjálfrar sín: aurasýki, augnaþjónustu og þýlyndi. Eg er viss um, að það borgar sig betur að veiða þorsk en veiða ferðamenn, að reisa hlöður og safngryfjur en hótel. Og það fylgir hreinlegri hugsunarháttur slor- inu og mykjunni en þjórfénu. Ferðafélagið á ekkert að gera til þess að auka aðsókn erlendra ferða- manna. En það getur gert þarfaverk með því að leiða þann straum, sem þeg- ar er orðinn og hlýtur að vaxa af sjálfu sér, í alveg ákveðna farvegi, sem tilbúnir eru handa honum. Það má skapa vissar ferðamannaleiðir: til Þing- valla, kringum Þingvallavatn, til Heklu (með hóteli á Galtalæk), norður Kjöl til Akureyrar. En reyna að friða aðrar leiðir eftir föngum. En mest er um það vert, að kenna Reykvíkingum að ferðast, svo að það verði þeim sjálfum til sem mestrar hressingar á líkama og sál og öðrum lands- mönnum til sem minnstra óþæginda og truflunar. Reykjavík er að verða stór bær. Þar eru orðin mikil þægindi hversdags- lega, talsverður þys, erill og órói. Það fólk, sem vinnur ekki líkamlega vinnu og helzt fer í sumarferðalög, býr við litla útivist og fullmikið hóglífi. Því getur á sumrin orðið til mestrar hressingar að koma í kyrrð og einveru, reyna á sig og lifa einföldu og harðgerðu lífi. Þessu fólki hentar ekki bezt ferðalög, þar sem það er dúðað í gestrisni og hagar sér eins og keipakrakkar, fer úr gististað eftir hádegi, vekur upp eftir miðnætti, treður sig út á mat og kaffi, fitjar upp á nefið yfir veitingunum, kvartar yfir stuttum rúmum og fið- urhnútum í undirsængunum, gefur sveitafólkinu rangar hugmyndir um dag- lega lífið í bænum og kemur sjálft heim dáðminna en það fór heiman að. Veglegasta hlutverk ferðafélagsins er að opna óbyggðirnar fyrir bæjarbúum, sjálfum þeim til sálubótar og sveitunum til friðunar. Áður en mörg ár líða þarf að vera kominn bílfær vegur upp að Hvítárvatni, nóg af ferjum á allar 293
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.