Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 151
Gestrisni byggða og óbyggða
reynt er að auka hann. Og það verður að gera með því að hætta að ætla á
gestrisnina.
Það er sannfæring mín, að íslendingar væri svo bezt farnir, að landið
yrði aldrei ferðamannaland í sama skilningi og t. d. Sviss og Noregur. Vér
verðum að gæta þess, að hér er ekki hið venjulega hlutfall milli landsmegins
og íbúatölu. Landið gæti rúmað miklu meira fjölda ferðamanna en þjóðin
getur tekið við. Ferðatíminn er hér stuttur og veðrátta stopul. Það er of
valtur grundvöllur að reisa á lífsbjörg sína. Gistihúsin myndi standa tóm
9-10 mánuði ársins. Um hitt ætla eg ekki að tala, að það elur upp flestar
ódyggðir í fóllci að lifa á ferðamönnum. Það er nógu sárt að sjá fram á
hnignun íslenzkrar gestrisni, þó að ekki verði á mann lagt að sjá hana snúast
í fulla úthverfu sjálfrar sín: aurasýki, augnaþjónustu og þýlyndi. Eg er viss
um, að það borgar sig betur að veiða þorsk en veiða ferðamenn, að reisa
hlöður og safngryfjur en hótel. Og það fylgir hreinlegri hugsunarháttur slor-
inu og mykjunni en þjórfénu.
Ferðafélagið á ekkert að gera til þess að auka aðsókn erlendra ferða-
manna. En það getur gert þarfaverk með því að leiða þann straum, sem þeg-
ar er orðinn og hlýtur að vaxa af sjálfu sér, í alveg ákveðna farvegi, sem
tilbúnir eru handa honum. Það má skapa vissar ferðamannaleiðir: til Þing-
valla, kringum Þingvallavatn, til Heklu (með hóteli á Galtalæk), norður Kjöl
til Akureyrar. En reyna að friða aðrar leiðir eftir föngum.
En mest er um það vert, að kenna Reykvíkingum að ferðast, svo að það
verði þeim sjálfum til sem mestrar hressingar á líkama og sál og öðrum lands-
mönnum til sem minnstra óþæginda og truflunar.
Reykjavík er að verða stór bær. Þar eru orðin mikil þægindi hversdags-
lega, talsverður þys, erill og órói. Það fólk, sem vinnur ekki líkamlega vinnu
og helzt fer í sumarferðalög, býr við litla útivist og fullmikið hóglífi. Því
getur á sumrin orðið til mestrar hressingar að koma í kyrrð og einveru,
reyna á sig og lifa einföldu og harðgerðu lífi. Þessu fólki hentar ekki bezt
ferðalög, þar sem það er dúðað í gestrisni og hagar sér eins og keipakrakkar,
fer úr gististað eftir hádegi, vekur upp eftir miðnætti, treður sig út á mat og
kaffi, fitjar upp á nefið yfir veitingunum, kvartar yfir stuttum rúmum og fið-
urhnútum í undirsængunum, gefur sveitafólkinu rangar hugmyndir um dag-
lega lífið í bænum og kemur sjálft heim dáðminna en það fór heiman að.
Veglegasta hlutverk ferðafélagsins er að opna óbyggðirnar fyrir bæjarbúum,
sjálfum þeim til sálubótar og sveitunum til friðunar. Áður en mörg ár líða
þarf að vera kominn bílfær vegur upp að Hvítárvatni, nóg af ferjum á allar
293