Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Síða 152

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Síða 152
Tímarit Máls og menningar ár uppi á hálendi, ferðamannaskálar í beztu áföngum öræfanna, kver með leiðarvísum og kortum fyrir þá, sem fara vilja langferðir upp í óbyggðir, hvort sem er ríðandi, gangandi með hesta undir farangur eða með allan ferðabúnað sinn á bakinu. H. G. Wells hefur í einni af bókum sínum um framtíðarskipulag heimsins borið fram þá hugmynd, að upp þyrfti að rísa stétt manna, er bæri frá að hæfileikum, uppeldi og mannkostum, og setti sér það mark að verða leið- togar og stjórnendur mannkynsins. Ein af þeim kröfum, er gera skyldi til þessara manna, var sú, að hver þeirra færi hálfan mánuð á ári upp í fj öll og óbyggðir, einn síns liðs. Það vakir fyrir honum, að slíkt ferðalag væri hið bezta ráð til þess að kenna manninum að treysta sjálfum sér, horfast í augu við tilveruna, greina sundur aðalatriði og aukaatriði lífsins, hressa og herða líkama og sál. Oræfin eiga Hka sína gestrisni, svipmikla og stórfellda, bláfj allageim og heiðj öklahring, sem enn þá betra er að kynnast sjálfur en lesa um hjá skáld- unum, því að orðin ná skammt til þess að lýsa liátign óbyggðanna og friði. Ein dagleið um öræfi er að hressingu á við margar í byggðum. Það eina, sem ástæða er lil þess að óttast, er langvarandi óveður. Fáeinar dembur eru ekki nema skemmtileg tilbreyting fyrir þann, sem hefur kunnað að búa sig heiman. En í langviðrum er sjaldan vont veður nema öðrumegin við vatnaskil há- lendisins. Sunnanbrælan endar á Hveravöllum og þá er sólskin og sunnan- vindur norður í haf, og norðansvækjan nær ekki nema suður í Gránunes. Sá sem fer í ferðalag um óbyggðir, og getur skapað sér áætlun jafnóðum, getur líka valið sér veður miklu meir en niðri í byggðum. Reyndu að koma í tjaldstað á fögru sumarkvöldi eftir hæfilega langa göngu með háfjallablæinn í blóðinu og góða samvizku áreynslminar í hverjum lið. Þú þarft að slá tjaldi, leysa föggur, kveikja eld, sjóða mat, koma fyrir svefn- poka, hafa allan veg og vanda af sjálfum þér. Það er enn þá betra en koma á bæ, híma inn í stofu og bíða þess, hvað við þig verði gert. Svefninn er ótrúlega vær, loftið hreint, hvíldin þæg, og þú vaknar ekki um morguninn við skilvindusón eða hænu, sem er að verpa. Þú vaknar endurfæddur, kemur út úr tjaldinu og finnst heimurinn nýr og ósnortinn eins og hann hafi verið skapaður í nótt. Ef til vill hefurðu gengið daginn áður um brunahraun og auðnir og tj aldstaðurinn er Hveravellir eða Landmannalaugar, iðjagrænn blettur með heitu vatni. Þá finnurðu, að þú ert að kynnast íslandi, andstæð- um þess, harðleikni og blíðu, tign og yndi, eins og það væri að hvísla að þér leyndarmálum sínum. 294
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.