Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 161
varð gífurlegt framboð á sterlingspundum
á gjaldeyrismörkuðum. Brezka ríkisstjóm-
in afturkallaði heimild sína til þessara
skipta 20. ágúst 1947. Þær fimm vikur, sem
heimildin var í gildi, lagði Englandsbanki
fram til styrktar sterlingspundinu gull og
Bandaríkjadollara, sem að upphæð námu
um $ 1 milljarð. Enginn vafi lék þá lengur
á misvægi í alþjóðlegum greiðslum eða
öllu hcldur á misvægi í greiðslum annarra
landa gagnvart Bandaríkjunum. Hallinn
á greiðslum Vestur-Evrópu gagnvart
Bandarikjunum 1947 nam $ 9 milljörðum.
Af halla þessum stöfuðu $5.7 milljarðar
af samdrætti í útflutningi Vestur-Evrópu
til Bandaríkjanna frá 1938 og um $ 1 millj-
arður var rakinn til flótta fjármagns.
Brezka ríkisstjórnin felldi gengi sterl-
ingspundsins um 30 hundraðshluta í sept-
ember 1949. Mörg lönd fóru að dæmi
Bretlands og felldu gengi gjaldmiðla
sinna. „Þrettán aðilar komust að samkomu-
lagi við sjóðinn um ný jafnvirði, sem flest
svöruðu til gengislækkunar um sem næst
30.5 af hundraði gagnvart Bandaríkjadoll-
ar. Sex aðilar án skráðs jafnvirðis hjá
sjóðnum felldu einnig gengi sín og til
áþekkra aðgerða gripu tíu önnur lönd, sem
ekki eru aðilar að sjóðnum. Löndin, sem
felldu gengi gjaldmiðla sinna í september
1949 stóðu að sem næst 65 hundraðshlut-
um allrar heimsverzlunarinnar, metinnar í
innflutningi landa heims 1948. Gengi voru
samræmd í þessum feiknamikla mæli með
tilliti til hinna miklu breytinga, sem orðið
hafa í hlutfallslegri, alþjóðlegri efnahags-
legri stöðu stórra hluta heimsins undan-
farin tíu ár ... Orsakimar til grundvallar
gengislækkunum vom misfellur í alþjóð-
legum greiðslum upp úr styrjöldinni. Á
milli 1930 og 1936 urðu ofsafengnar breyt-
ingar á gengjaskipan gjaldmiðla um heim
allan. Fyrir áhrif heimskreppunnar og af-
leiðinga hennar breyttu nær öll lönd jafn-
Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn
virði gjaldmiðla sinna gagnvart gulli. Þeg-
ar 1939 hafði átt sér stað samræming að
nýrri gengjaskipan. Sú var þó engan veg-
inn viðunandi skipan, og það þurfti að
renna undir hana stoðum á mörgum stöð-
um.“°
Fyrst í stað raknaði ekki úr greiðslu-
vanda Evrópu fyrir áhrif gengislækkan-
anna, hverjar sem afleiðingar þeirra urðu
að lokum. „Vömskiptakjör Vestur-Evrópu
féllu þannig hrikalega 1951 niður í 73
hundraðshluta og allsherjar-viðskiptakjör
hennar, - fyrir vömr og þjónustu, - niður
í 81 hundraðshluta hæðar þeirra 1938.“®
Og magn útflutnings Vestur-Evrópu óx
ekki ört. „Svo virðist sem gengislækkanim-
ar hafi aukið magn útflutnings til Banda-
ríkjanna lítið umfram það að vega upp á
móti verðfalli útflutnings um 15 hundraðs-
hluta í dollumm. Áætlað verður ennfremur,
að gengislækkanimar hafi verið valdar að
um 10 hundraðshluta aukningu í andvirði
útflutnings Vestur-Evrópu í dollurum til
annarra markaða í vesturálfu, í Kanada og
Suður-Ameríku.“”
xi. Upptaka alhliða greiðslna innan
Vestur-Evrópu
Á fimm ára milliskeiði frá lokum styrj-
aldarinnar vom gjaldeyrishöft heimil sam-
kvæmt stofnskrá Alþjóðlega gjaldeyris-
sjóðsins, eins og að hefur verið vikið. Og
„þegar sjóðurinn hóf starfsemi sína 1. marz
1947, vom það aðeins fimm lönd, E1 Salva-
dor, Guatemala, Mexíkó, Panama og
5 Intemational Monetary Fund, Annual
Report 1950, bls. 1-2.
B Robert Triffin, op. cit., bls. 36.
7 J. J. Polak, „Contributions of the Sept-
ember 1949 Devaluations to the Solution
of Europe’s Dollar Problem", I.M.F.,
Staff Papers, Vol. II, 1951-1952, bls. 2.
303