Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 166
Tímarit Máls og menningar
$ 21 milljarð. Aðildarlönd sjóðsins, 39 og
58 að tölu 1946 og 1956, voru þá 103.
Aðildarlöndin voru aðgangshörð að fjár-
munum sjóðsins framan af sjöunda ára-
tugnum. A sterlingspundinu mæddi statt
og stöðugt. Bretland leitaði hvað eftir
annað á náðir sjóðsins. Aðstoð upp á
$ 1.500 milljónir veitti sjóðurinn Bretlandi
1961. Og var sú stærsta lánveiting hans
fram tO þess. Aftur 1964 og 1965 veitti
sjóðurinn Bretlandi aðstoð upp á $ 1.000
milljónir og $ 1.400 milljónir. Bandaríkin
færðu sér í fyrsta sinn lánsaðstöðu sína í
nyt 1963, er þau tóku að láni hjá sjóðnum
$ 125 milljónir, og öðru sinni tóku þau lán
1964 upp á $475 milljónir. En Bandaríkin
höfðu átt við að etja halla í alþjóðlegum
viðskiptum sínum frá 1958.
Aukin ásókn á fjármuni Alþjóðlega
gjaldeyrissjóðsins olli því, að liann samdi
1961 við tíu helztu iðnaðarlöndin um
stuðning þeirra, ef hann yrði í fjárkrögg-
um. „Að tilhögun þeirri eru tíu helztu iðn-
aðarlandanna albúin að veita sjóðnum lán
að tiltekinni hámarksupphæð í gjaldmiðl-
um sínum, alls að andvirði $6 milljarða,
hvenær sem sjóðurinn ásamt löndum þess-
um, telur aukalegra fjármima vera þörf til
að koma í veg fyrir eða til meðhöndlunar
á misbresti í alþjóðlega peningakerfinu ...
Þörfin á slíkum fjármunum stafar ekki af
neinum vanhöldum á kerfinu, heldur þvert
á móti af viðgangi þess, - af greiðlegum
skiptum á gjaldmiðlum og auknu frelsi á
gjaldeyrismörkuðum ... Skyndilegir og
verulegir tilflutningar sjóða á milli landa
hafa orðið meðfærilegir, sakir þess að
fremur er en áður kostur á að skipta
gjaldmiðlum yfir í aðra sem mikilvægt er
vexti heimsverzlunarinnar."18
Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn hafði
fram til 30. apríl 1965 veitt aðildarlönd-
um sínum lán, sem námu $ 9.4 milljörð-
um, ef ekki er tekið tillit til „framlaga til
reiðu“, en endurgreiddar höfðu verið $5.8
milljarðar þeirra. Mikill hluti lánsupp-
hæðar þessarar gekk til iðnaðarlandanna,
þótt löndin, sem atvinnulega eru skammt á
veg komin, hlytu fleiri lán en iðnaðar-
löndin.
i 8 Ibid., bls. 272.
308
vv