Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Síða 173
kvæmdum og loks var liætt við útgáfuna í
formi alfræðibókar. I stað þess var ákveð-
ið að gefa út alfræði í sérgreinaritum. Al-
fræðirit, í hinu gamla formi eru nú á
dögum fremur vafasöm, einkum vegna
þess að þekkingarforðinn breytist stöðugt
og í vísindum verða breytingarnar svo ör-
ar að það gerist á stundum, að þegar ritið
er fullfrágengið og nýkomið úr prent-
smiðjunni, eru sumar greinamar þegar
orðnar úreltar, sérgreina uppsláttarrit eru
því heppilegri. Hætt er við að fárra binda
alfræðibækur verði að takmörkuðu gagni,
ef þær em bvggðar upp á hefðbundinn
hátt, þekkingargr. inarnar eru slíkar að
engin alfræðibók spannar nema hluta,
jafnvel ekki þær bindaflestu.
Því var þessi formbreyting Menningar-
sjóðs á alfræði útgáfu vel ráðin, sérgreins-
ritin sem nýlega eru komin út1 eru hvort
tveggja handhæg rit. Bókmenntaritið er
uppsláttarrit um ýmis hugtök og heiti bók-
mennta og er sniðin eftir Meyers Hand-
buch iiber die Literatur, eins og segir í
formála, auk þess sem útgefandi hefur
notað ýmis fleiri rit. Rit þetta er þarft,
þótt það hefði getað verið þarfara, með
því að taka fleiri uppflettiorð og einkum
með tilvísunum í heimildarrit eða höfuðrit
í þeim greinum, þar sem fjallað er um
vissar bókmenntagreinar og stefnur. Þótt
margt skorti er þessi bók góð byrjun og
auðvelt er að auka hana í næstu útgáfu,
aftur á móti hefði það verið erfiðara ef
hún hefði verið þáttur í alfræðibók.
Stjömufræðiritið er heiðarlegur arftaki
Stjörnufræði Ursins, sem Jónas Hallgríms-
son þýddi og Bókmenntafélagið gaf út á
1 Alfræði Menningarsjóðs: Bókmenntir,
Hannes Pétursson; Stjörnufrœði og Rím-
jrœði, Þorsteinn Sæmundsson. Bókaút-
gáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélags-
ins 1972.
Umsagnir um bækur
sínurn tíma, skýringar eru greinagóðar og
hnitmiðaðar og nægja alveg leikmönnum
í þessum fræðum. Rímfræði er gefin út
með stjömufræðinni, með sérstöku titil-
blaði. Þar „greinir frá merkingu og upp-
runa helztu orða úr almanökum og tíma-
tali“. I ritinu cr örlítill vísir að heilagra
manna tali, sem hefði þó orðið fyllri, ef
ekki hefði verið tekið það óráð að fella
niður hið hefðbundna form almanaksins
með almanakinu 1971, með því að fella
niður 280 dýrlinganöfn og fleira, sem fylgt
hefur þessu riti frá upphafi, svo til. Það
var algjör óþarfi að afnema þessa erfða-
venju í samfélagi þar sem fremur er skort-
ur á festu og íheldni, ekki síst þegar
ílteldnin getur fremur orðið að einhverju
gagni og er engum til óþurftar. Þess getur
í rökstuðningi fyrir breytingunni, meðal
annars, að það „rýmkist svo til í dagatal-
inu, að lesendur gætu ef til vill ritað þar
stuttar athugasemdir til minnis“. Slæm
skipti á þeim ágætu dýrlinganöfnum og
eyðum fyrir eitthvað athugasemdarugl Pét-
urs eða Páls.
Rímfræðin er mjög svo þörf bók og
gagnsamleg, þar er að finna margt það
sem er einstakt fyrir íslenzkt tímatal og
er hér safnað í eina heild.
Bæði þessi Alfræðirit Menningarsjóðs
eru myndskreytt og prentun, pappír og
band í góðu lagi og efnið þarft, og virð-
ist formbreytingin á útgáfunni hafa verið
heillaráð.
Siglaugur Brynleijsson.
ARFLEIFÐ FRUMSKÓGARINS
Mér cr ókunnugt um hvað veldur, að Sig-
urður Róbertsson hefur ekki sent frá sér
skáldsögu í hálfan annan áratug rúman,
eða síðan saga hans „Gróðavegurinn“ birt-
ist. En ætla tná að hann hafi góðar og
315