Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 176
Tímarit Máls og menningar
áhrifalítil á umhverfi sitt ntiðaff við fuli-
orffna fólkiff. En skemmst er frá aff segja,
aff Eilífur þróast á engan þann hátt í sög-
unni, aff hann geti talizt áhugaverffur eða
notiff sérlegrar samúðar, sízt af öllu virff-
ingar. Jafnvel tilsvör hans gefa sum hver
í skyn, aff hann rétt hangi í því aff vera í
meffallagi gefinn. Hann er trúgjarn og
tækifærissinnaður, huglítill og framtaks-
laus, ])ó svo hann sýni þaff „framtak" aff
gerast sögusmetta og ljóðaþjófur. Ilann er
dekurharn Frænkunnar í uppvexti og skjól-
stæffingur fasistaforleggjarans á mann-
tlómsárum s.'num, og langdvalir hans er-
lendis um áratugaskeið megna ekki að
gera úr honum þann mann, aff lesandan-
um sé ekki nokkurnveginn sama hvorum
meginn hryggjar hann liggur í sögulok.
Hann getur ekki - sem betur fer - talizt
fulltrúi nokkurs þess hóps íslendinga,
hvorki skálda né annarra, sem mér er
kunnugt um. Hann er algjör sérstæffa og
smíff höfundar síns. Trúverffugur sem slík-
ur? Má vera. En líka aff sama skapi reyf-
arakenndur.
Ollu áhugaverffari og tápmeiri er fasist-
inn Albert, ])rátt fyrir allt, og á þó líklega
aff heita skálkur sögunnar. Hvaff sent um
lífsskoffanir hans má segja, hefur hann þó
reynt aff skapa sér grundvöll, komast til
áhrifa upp á eigin spýtur, og meira að
segja í allgóðar álnir, þó svo hann fyrir-
fari sér aff lokum, eftir að Alvizkan, stór-
skáldið og öll heimsins tækni reyndist
honum innantómt hjórn ...
Varla verffur svo skilizt við þessa bók
að ekki sé vikiff aff sérkennilegum rithætti
hennar. Hann felst einkum í því aff gera
lítinn sem engan mun á notkun s og z,
nema ef segja mætti að reglunum um
notkun þeirra sé þar yfirleitt snúið við;
sarna gegnir víða urn stafina i og y.
Óþarfi er aff kcnna þetta slæmunt próf-
arkalestri, því aff frentur mætti hrósa
þeim prófarkalesara sem af slíkri vand-
virkni og samvizkusemi fylgdi eftir sér-
vizku effa vanþekkingu eins höfundar. Ef
um það síffastnefnda er aff ræða, þá er
hók þessi prýðisgott dæmi um það hvernig
ehki á aff húa handrit í hendur prent-
smiffjum og því síður prófarkalesurum.
Einatt leiffir þessi bókstafabrenglun les-
andann út í ókristilegar hugleiffingar fjarri
því efni sem höfundur ætlast þó til aff
hann hafi hugann við. Stundum getur hún
óneitanlega orðiff skemmtiieg. Fyrir mfna
parta líkar mér t. d. allvel við orffmyndina
„pólitízkur", ég fæ í hana yfirgripsmeiri
merkingu en ef orðið væri z-laust. Og svo
er fyrir aff þakka víxlun höf. á i og y,
ásamt fleiru, aff á einum stað stcndur
þessi óborganlega setning (bls. 173; letur-
br. mín);
„Fyrir löngu hét ntaður sjálfunt sér því
aff láta aldrei ánetjast af löggylltri sambúcí
viff konu“.
Elías Mar.
318