Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 25
Bréf
nokkrar línur núna eða bráðum. Eg dróst á það við hana. Mér finst hún
ljós þessa lífs.
Berðu minni elskuðu Sítu einnig kveðju mína. Bara þetta nafn hennar,
Síta, verkar á mig eins og kvöldroði, sem eg horfði á frammi á Seltjarnar-
nesi fyrir 5 árrnn. Flest kvennanöfn bera með sér hj ónabandsþef, kollufarða
og hlandsteinslykt. En Síta er svo skemtilega meiningarlaust, svo kitlandi
andlegt.
Nokkurra daga hlé.
Á spítalanum hjarna er stúlka úr Hafnarfirði að læra hjúkrunarstörf.
Hún heitir Marta Guðnadóttir. Hún er há og grönn, fagureyg og tíguleg
ásýndum. Hana langaði mikið til að sjá mig. Kvöld eitt fyrir skömmu fór eg
með Vilmundi á spítalann. Þá hitti eg Mörtu í ganginum. Við hlógum bæði.
Nóttina eftir dreymdi mig, að eg og Marta spiluðum saman marías1 á af-
viknum stað. Það þótti ískyggilegur draumur. Nokkrum dögum síðar hitti
eg Mörtu aftur í ganginxun. Þá áttum við tal saman. Næstu nótt dreymdi
mig, að eg spilaði hjónasæng við Mörtu. Þann draum þorði eg ekki að
segja. Síðan finst mér Isafjörður fegurri og betri. Eg á eftir að hitta Mörtu
oft enn þá.
Fyrir nokkrum dögum fór Vilmundur lækningaferð inn að Eyri í Seyðis-
firði. Haraldur Guðmundsson og eg vorum í fylgd með honinn. Á Eyri er
reisulegur bær og tún fagurt. Þar er kyrkjustaður. Bóndinn heitir Jón
Jakobsson, en konan Kristjana Kristjánsdóttir. Þau eiga dóttur, sem Margrét
heitir. Það er fegursta kona, sem eg hefi séð. Hún er greind vel. Eg er að
yrkja kvæði um hana. Hún bað að heilsa mér í gær. Kristjönu húsfreyju
fylgir draugur sá, er Mópeys heitir. Honum var skamtað eins og menskum
manni fyrstu ár hennar á Eyri. Margar merkilegar sögur eru til af aftur-
göngu Mópeyss hér vestra. Er hann einn með römmustu draugum, sem sögur
fara af. Gengur hann ljósum logum á Eyri og víðar við Djúpið enn þann
dag í dag.
Á leiðinni heim orti Vilmundur þetta kvæði:
Við komum um aftan að Eyri.
Af úfnum sjó var lent.
Húsbóndinn tók okkur kostum og kynjum,
og konan bar traktiment.
1 Marías er sama orðið og marriage (framborið marridz) á ensku, sem þýðir gifting.
hjónaband.
15