Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 9
Tvenn þáttaskil fella stafaði af breytingum á hreinlætisvenjum, landbúnaði, viðskiptalífi og almennum lífsviðhorfum. Stundum áttu þessar breytingar rót sína að rekja til þess, að verkfræðingar gáfu gaum að uppgötvunum læknavísindanna, en sárasjaldan voru það læknar, sem beittu sér fyrir slíkum úrbótum. Hinn stórkostlegi árangur, sem haldið var á lofti að læknavísindin hefðu náð, kom stóriðnaðinum óbeint að góðu haldi. Menn mættu betur til vinnu, og kröfur um vinnuafköst voru auknar. Eyðileggingarmáttur nýrrar tækni var dulinn fyrir almenningi með því, að þróaðar voru glæsilegar aðferðir við að lækna þá, sem urðu ógnum iðnvæðingarinnar að bráð, svo sem hröðum bifreiðaakstri, streitu á vinnustað og eitri í umhverfinu öllu. Hinar sýkjandi hliðarverkanir nútíma læknavísinda urðu Ijósar í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, en þá þurftu læknar tíma til að greina sýkla, sem lyf unnu ekki á og erfðagalla af völdum geislunar í móðurlífi sem nýjar farsóttir. Nokkrum áratugum áður hafði George Bernard Shaw sagt, að læknar væru hættir að lækna, og væru þess í stað að ná lífi viðskiptavinanna öllu undir áhrifavald sitt. Þessu mátti taka sem hverjum öðrum brandara þangað til á miðjum sjötta áratug aldarinnar, en þá varð Ijóst, að ný þátta- skil höfðu orðið í sögu læknavísindanna. Nýir sjúkdómar höfðu orðið til af þeirra völdum. Meðal sjúkdóma af læknavöldum bar hæst þá grillu, sem læknar héldu að fólki, - að þeir gætu veitt viðskiptavinum sínum fullkomna heilsu. Af þessu sýktust læknar og þjóðfélagsskipuleggjendur fyrstir. Síðan geisaði þessi kvilli eins og farsótt um þjóðfélagið allt. Á síðastliðnum fimmtán árum hef- ur læknastéttin síðan orðið stórhættuleg heilsu almennings. Gífurlegum fjár- fúlgum hefur verið eytt til þess að stemma stigu fyrir hinum ómælanlega skaða, sem lyfjataka hefur valdið. Kostnaður við lækningar varð að engu hjá kostnaðinum við það að halda lífi í sjúku fólki. Æ fleira fólk lifði af mánaðalanga dvöl í stállunga eða við nýrnavél. Nýir sjúkdómar voru skil- greindir og teknir á hina hefðbundnu skrá, og kostnaðurinn við að halda fólki lifandi í heilsuspillandi borgum og sýkjandi störfum fór fram úr öllu valdi. Einokun læknastéttarinnar náði yfir æ stærra svið hins daglega lífs almennings. Þegar mæður, frænkur og leikmenn yfirleitt fengu ekki lengur að sinna þunguðum, særðum, afbrigðilegum, veikum eða deyjandi ættmennum og vinum, jókst eftirspurn eftir læknisþjónustu svo ört, að læknastéttin annaði henni ekki. Og eftir því sem læknisþjónustan óx í mati fólks, þeim mun örðugra varð um vik fyrir aðstandendur að reyna sjálfir að gera eitt- 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.