Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 120
Tímarit Máls og menningar m. a. um Óðin, að hann mátti „vita 0rlgg manna ok óorðna hluti, svá ok at gera mgnnum bana eða óhamingju eða vanheilendi, svá ok at taka frá mpnn- um vit eða afl ok gefa gðrum44 (19). Þetta er kallað „fjglkynngi“ Óðins, íþrótt hans, „er seiðr heitir“. Um stjúpmóður Dómalda segir, að hún „lét síða at honum ógœfu“ (30). Þetta eru einu dæmin um orðin (ó)gœfa og (ó)hamingja í Ynglinga sögu. Það er auðvitað alls ekki víst, að þau gefi rétta hugmynd uin raunverulega merkingu og notkun þessara orða í heiðni. Þau vitna aðeins um skilning Snorra, kristins manns 13. aldar, á gæfu og hamingju í fornöld. Hilt er víst, þau fá með engu móti samrýmzt þeirri skoð- un Hermanns, að ógæfan sé í íslendingasögum afleiðing af skapbrestum mannsins sjálfs. Maðurinn verður hér seiðnum að bráð. „Þegar höfundar Islendingasagna lýsa gæfuleysi manna, þá mun yfirleilt enginn vafi vera á því, að þeir leggja svipaðan skilning í hugtakið gæfa eða hamingja og tíðkaðist í ritum kristinna siðfræðinga. Sumir ógæfumenn fremja lúalega glæpi, eins og til að mynda Gísli Súrsson, sem myrðir mág sinn sofandi“ (85). Þessi orð Hermanns eiga að gefa í skyn, að ógæfa Gísla sé honum sjálfum, eðli hans og skapbrestum, að kenna. En áður en við för- um á vit „kristinna siðfræðinga“, væri líklega öruggara að athuga skilning söguhöfundarins á málinu. Við verðum að líta á hugtakið ógæfa innan ramma sögunnar sjálfrar og siðakerfis hennar. Þar er tvisvar talað um ógæfu Gísla. Þátturinn um vist Gísla með Ref bónda og konu hans endar þannig: „Ok er þat ok sannsagt, at eigi hefir meiri atggrvimaðr verit en Gísli né full- hugi, en þó varð hann eigi gœfumaðr.“ (88) En í sambandi við fall hans seg- ir: „Lýkr þar nú ævi Gísla, ok er þat alsagt, at hann hefir inn mesti hreysti- maðr verit, þó at hann væri eigi í gllum hlutuin gœfumaðr.“ (115) Ég fæ ekki með neinu móli séð, að hér sé lagður siðferðilegur skilningur í gæfuhugtakið, enda grunar mig, að það yrði seint bent á hliðstæð dæmi í ritum kristinna siðameistara á miðöldum. Og hvað snertir lúalegan glæp Gísla (þetta er hlutdrægt orðaval Hermanns, en ekki dómur höfundarins!), þá verður auðvitað að taka tillit til kringumstæðna. Vésteinn, fóstbróðir Gísla, hefur verið drepinn varnarlaus í rúmi sínu. Gísli hefnir fóstbróður síns, einsog hann hefur sjálfsagt talið skyldu sína, með svipuðu móti. Ekkert bendir til þess, að höfundur sögunnar hafi litið öðruvísi á málið. Engum lesanda getur dulizt sú staðreynd, að Gísli er hetja höfundarins. Við verðum sem sagt að skoða Gísla í ljósi sögunnar í heild. Og þá er ekki til snefill af siðferðilegu mati, hvorki neikvæðu né jákvæðu, í talinu um gæfuleysi hans. Það er sett fram sem staðreynd, og þó kannski í ögn harmblöndnum tón. 246
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.