Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 5
Þórbergur ÞórSarson
búa yfir brennheitri þrá aS kynnast hinum stórbrotna heimi, víðari sjón-
hring, glæstara og fjölbreytilegra umhverfi, ríkulegri skilyrðum til djúpra
lífsnautna. Og þeir áttu þaS líka sameiginlegt, aS þeir áttu jarSvistaruppruna
sinn í fátæklegu byggSarlagi, sem lítinn ljóma lagSi af og virSist bjóSa fátt
kosta. SuSursveit var engin blómabyggS og var hvergi tengd örlagaþráSum
hinnar skráSu þjóSarsögu. En nú er nafn þessa afskekkta héraSs eitt þekkt-
asta héraSsnafn á landinu og yfir því er hugþekkur og bjartur blær. SíSast-
liSiS sumar, þegar Þórbergur var aS berja í nestiS fyrir ferSina til heima
astralsins, þá gerSist sá mikli atburSur, aS opnaSur var hringvegur umhverf-
is hálendi fósturjarSar okkar. ViS fylgdumst meS þeim mikla straumi ferSa-
langa, sem þá tóku sér ferS á hendur og flestir í fyrsta sinn umhverfis hólm-
ann. ViS látum vera aS leiSa getum aS því, hve margir þeirra þaS voru, en
viS vitum, aS þeir voru mjög margir, sem áttu þaS eftirminnilegast úr för
sinni aS hafa komiS í SuSursveit og séS bæinn, sem heitir Hali, komiS auga
á steinana, sem hruniS hafa þar allt umhverfis úr BreiSabólsstaSarfjalli í
aldanna rás. Á löngum ferSum á ókunnum slóSum fer margt fram hjá auga
ferSamannsins, en ég efast stórlega um, aS í sumar hafi nokkur fariS um
sveitirnar sunnan jökla, svo aS ekki hafi auga hans staSnæmzt viS þær slóS-
ir, þar sem meistari Þórbergur var borinn og barnfæddur. ÞaS var meiri og
dulrænni ljómi yfir þeirn staS í augum fjölda ferSalanga en nokkrum öSrum.
ÞaS er einhver sá blær yfir þessum staS, hlaSinn einhverri þeirri unaSssemd,
sem vart er annars staSar aS finna. Og hver er skýring þess máls? Hún er
ekki öll fólgin í þeirri staSreynd einni saman, aS hér er fæddur einn þeirra
sona þjóSarinnar, sem standa næst hjarta alls almennings í landinu og allra
unnenda orSsins listar. AnnaS veldur enn meir töfrum þessarar sveitar. ÞaS er
samband hennar viS allt líf listamannsins og þáttur hennar í listaverkunum,
sem hann skóp. Þegar Þórbergur fór út í hinn stóra heim til aS njóta hans
og þess, sem hann hafSi aS bjóSa, þá lá honum þaS vissulega ekki á hjarta
aS segja skiliS viS sína frumstæSu æskubyggS. Þvert á móti. Hann tók hana
í faSm sér, hún bjó í brjósti hans, hvar sem leiSir hans lágu, lífsrætur hans
leituSu æ lengra í djúp frjómoldar hennar til síaukins þroska. ÞaS væri
verSugt verkefni aS rannsaka, live víSa í ritum hans er aS finna tengslin viS
sveitina, sem ól hann, og þó væri réttara aS tala um aS rannsaka, hvar þaS
muni vera í ritum hans, sem uppruna hans í SuSursveit er ekki aS finna. Fyr-
ir þessar sakir þætti mér sennilegt, aS á ferSum umhverfis landiS í sumar
hafi fáar setningar hljómaS oftar af vörum leiSsögumanna en setningar sem
þessar: Nú erum viS komin í SuSursveitina, eSa: Nú erum viS komin í
131