Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 95
Galdrar Bölvunin var óeðlið. Satan gat ekki notið þess, sem er eðlislægt hverjum manni. Honum er flest bannað, nema íllskan ein, sem er sprottin af vangetu hans. Dauðinn og tómið eru híbýli hans. Ottinn magnaðasta vopn hans og eyðing allrar sköpunar tilgangur hans. Valcl hans er mest, þegar siðafálmið ríkir og sigurvonir hans glæstastar þegar maðurinn reynir að gera í stað þess að vera. Aðstæðurnar voru honum því einkar hentugar á 16. og 17. öld. Siðaskipti, ný heimsmynd og nýtt gildismat og vopnið óbrigðula, óttinn við liann sjálfan. Útlistun djöfulshugmyndar guðfræðinganna á 16. og 17. öld byggist mjög á hókum biblíunnar og þeim kenningum, sem koma þar fram um upphaf og eðli Satans. Þeir tína einnig til kenningar kirkjufeðranna og samhæfa þetta og samræma þeirri þekkingu sem fengin var í rannsókn galdramála. Annað fyrirbrigði „hinnar saurugu þrenningar“ var árinn eða smádjöfullinn, sem stundum kom fram sem incubus eða succubus, eftir því hvort þeir tóku á sig karllegt eða kvenlegt gervi. Þetta voru fulltrúar djöfulsins, og trúin á tilveru þeirra var mjög gömul í Evrópu, en gerð þeirra og eðli afmarkast og fær á sig ákveðnar myndir í hugarheimi guðfræðinga 16. aldar. Þótt kyngeta djöf- ulsins virtist stundum vera eftirlætisviðfangsefni höfunda, sem skrifuðu um galdur, þá voru þeir ekki á eitt sáttir í því efni. En þeir efuðust ekki um gerð smádjöflanna og ummyndanir. Albertus Magnus, einn frægasti guðfræðingur 13. aldar taldi „engan vafa leika á tilveru þessara vera, sem fjöldi manna, sem hann þekkti gæti vottað“. Heilagur Tómas frá Aqvínó var sama sinnis, en hann hætti því við, að djöfl- arnir yrðu að notast við mennsk efni til þess að getnaður gæti átt sér stað við mök þeirra og mennskra vera. í páfabréfinu frá 1484 segir: „Oss hryllir við þeirri vitneskju, sem oss hefur flögrað við eyru, að fjöldi manna og kvenna firri sjálft sig náð og frelsun með því að drýja hór með illum öndum beggja kynja, bæði incubi og succubae“. Incubus var illur andi í karlsgervi (sá sem liggur ofan á) og sucuba (sú sem liggur undir, latneska merkingin er skækja) illur andi í kvengervi. Sami andinn gat verið ýmist karlkyns eða kvenkyns. Príorinn í dóminíkaklaustrinu í Basel getur þess í riti sem hann skrifaði á árunum 1435-37, að succubus nokkur hafi grætt of fjár í Konstanz á árun- um 1414-17 á ólifnaði. 1468 var galdramaður dæmdur á bálið í Bologna á Italiu fyrir að hafa haldið hóruhús með succubum. Nunnur og heilagar meyjar urðu að þola marga raun af áleitni incuba. Heilög Margrét frá Cortona var ásótt af illum anda, sem hóf blautlegan vísna- 221
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.