Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 95
Galdrar
Bölvunin var óeðlið. Satan gat ekki notið þess, sem er eðlislægt hverjum
manni. Honum er flest bannað, nema íllskan ein, sem er sprottin af vangetu
hans. Dauðinn og tómið eru híbýli hans. Ottinn magnaðasta vopn hans og
eyðing allrar sköpunar tilgangur hans. Valcl hans er mest, þegar siðafálmið
ríkir og sigurvonir hans glæstastar þegar maðurinn reynir að gera í stað
þess að vera. Aðstæðurnar voru honum því einkar hentugar á 16. og 17. öld.
Siðaskipti, ný heimsmynd og nýtt gildismat og vopnið óbrigðula, óttinn við
liann sjálfan.
Útlistun djöfulshugmyndar guðfræðinganna á 16. og 17. öld byggist mjög
á hókum biblíunnar og þeim kenningum, sem koma þar fram um upphaf og
eðli Satans. Þeir tína einnig til kenningar kirkjufeðranna og samhæfa þetta
og samræma þeirri þekkingu sem fengin var í rannsókn galdramála. Annað
fyrirbrigði „hinnar saurugu þrenningar“ var árinn eða smádjöfullinn, sem
stundum kom fram sem incubus eða succubus, eftir því hvort þeir tóku á sig
karllegt eða kvenlegt gervi. Þetta voru fulltrúar djöfulsins, og trúin á tilveru
þeirra var mjög gömul í Evrópu, en gerð þeirra og eðli afmarkast og fær á
sig ákveðnar myndir í hugarheimi guðfræðinga 16. aldar. Þótt kyngeta djöf-
ulsins virtist stundum vera eftirlætisviðfangsefni höfunda, sem skrifuðu um
galdur, þá voru þeir ekki á eitt sáttir í því efni. En þeir efuðust ekki um gerð
smádjöflanna og ummyndanir.
Albertus Magnus, einn frægasti guðfræðingur 13. aldar taldi „engan vafa
leika á tilveru þessara vera, sem fjöldi manna, sem hann þekkti gæti vottað“.
Heilagur Tómas frá Aqvínó var sama sinnis, en hann hætti því við, að djöfl-
arnir yrðu að notast við mennsk efni til þess að getnaður gæti átt sér stað við
mök þeirra og mennskra vera. í páfabréfinu frá 1484 segir: „Oss hryllir við
þeirri vitneskju, sem oss hefur flögrað við eyru, að fjöldi manna og kvenna
firri sjálft sig náð og frelsun með því að drýja hór með illum öndum beggja
kynja, bæði incubi og succubae“. Incubus var illur andi í karlsgervi (sá sem
liggur ofan á) og sucuba (sú sem liggur undir, latneska merkingin er skækja)
illur andi í kvengervi. Sami andinn gat verið ýmist karlkyns eða kvenkyns.
Príorinn í dóminíkaklaustrinu í Basel getur þess í riti sem hann skrifaði á
árunum 1435-37, að succubus nokkur hafi grætt of fjár í Konstanz á árun-
um 1414-17 á ólifnaði. 1468 var galdramaður dæmdur á bálið í Bologna á
Italiu fyrir að hafa haldið hóruhús með succubum.
Nunnur og heilagar meyjar urðu að þola marga raun af áleitni incuba.
Heilög Margrét frá Cortona var ásótt af illum anda, sem hóf blautlegan vísna-
221